Samantekt um þingmál

Matvæli, slátrun og eftirlit með fóðri

545. mál á 145. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að auka eftirlit með frumframleiðslu matjurta og flytja eftirlitið til sveitarfélaga.

Helstu breytingar og nýjungar

Opinbert eftirlit með frumframleiðslu matjurta verður fært frá Matvælastofnun til heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna. Þá er matvælafyrirtækjum sem framleiða baunaspírur og matvæli úr kapla-, geita- og sauðamjólk gert að hafa starfsleyfi. Einnig eru lagðar til breytingar vegna EES-samningsins. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um matvæli nr. 93/1995, lögum um slátrun og sláturafurðir nr. 96/1997 og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru nr. 22/1994.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt nær óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Matvælastofnun
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar ESB nr. 210/2013 frá 11. mars 2013 um samþykki fyrir starfsstöðvum sem framleiða spírur.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins EB nr. 1069/2009 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.


Síðast breytt 17.05.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.