Samantekt um þingmál

Sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum

151. mál á 141. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að veita fjármálaráðherra almennar heimildir til þess að selja eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum að ákveðnu marki.

Helstu breytingar og nýjungar

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Bankasýsla ríkisins annist sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir er gert ráð fyrir að stofnunin skili fjármálaráðherra rökstuddu mati á þeim. Í framhaldi af því taki ráðherra ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða því hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutans.

Breytingar á lögum og tengd mál

Kostnaður og tekjur

Gert er ráð fyrir að eignasala skili tekjum en óvíst er hverjar þær verða.

Umsagnir (helstu atriði)

Fáar umsagnir bárust en ástæða er til að vekja athygli á umsögn Bankasýslu ríksins.

Afgreiðsla

Samþykkt með þeim breytingum að aðkoma Bankasýslu ríkisins og Seðlabankans varðandi söluferlið var aukin.

Aðrar upplýsingar

Lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. nr. 125/2008 (Neyðarlögin).
Lög um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009.

Eigendastefna ríkisins 2009. Fjármálafyrirtæki (2009). Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkir ríkisaðstoð til björgunar smærri sparisjóða á Íslandi - PR(10)35 (2010). EFTA Surveillance Authority.

Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Skýrsla um áætlun í ríkisfjármálum (2011). Reykjavík: Fjármálaráðuneytið (sjá bls. 18-20).

Framtíðarstefna Bankasýslu ríkisins (2012). Reykjavík: Bankasýsla ríkisins.
Bankasýsla ríkisins.

Sala ríkisins á eignarhlutum í fyrirtækjum og sala fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins á eignarhlutm í fyrirtækjum (2012). Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.



Síðast breytt 27.12.2012. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.