20. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. mars 2017 kl. 09:30


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:30

Birgir Ármannsson var fjarverandi. Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 19. fundar samþykkt.

2) Fátækt á Íslandi Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Siv Friðleifsdóttir frá velferðarvaktinni, Salbjörg Bjarnadóttir frá embætti landlæknis, Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneytinu, Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum, Þuríður Sigurðardóttir frá þjónustumiðstöð Breiðholts, Bergsteinn Jónsson og Sigríður Víðis Jónsdóttir frá Unicef á Íslandi, Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands og Bergþóra Halldórsdóttir og Óttar Snædal frá Samtökum atvinnulífsins.
Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 57. mál - heilbrigðisáætlun Kl. 11:45
Frestað til næsta fundar.

4) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:45