6. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:08
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Hörður Ríkharðsson (HR) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

Elsa Lára Arnardóttir boðaði seinkun. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 9:42, kom aftur á fund kl. 10:16 og vék aftur af fundi kl. 11:28. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:16. Páll Valur Björnsson vék af fundi kl. 11:02. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:40.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Málefni eldri borgara. Kl. 09:00 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Janus Guðlaugsson, Jón Eyjólfur Jónsson og Sólfríður Guðmundsdóttir.

3) Flutningur á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga. Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Einar Njálsson frá velferðarráðuneyti, Björn Þór Hermannsson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Elín Pálsdóttir og Guðni Geir Einarsson frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og Gyða Hjartardóttir, Karl Björnsson og Stefán Eiríksson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:48