71. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. júní 2023 kl. 13:01


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:01
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 13:01
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:01
Inga Sæland (IngS) fyrir Guðmund Inga Kristinsson (GIK), kl. 13:01
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:01

Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 14:47.
Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 14:55.
Ásmundur Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:01
Fundargerðir 57.-70. fundar voru samþykktar.

2) SMA sjúkdómurinn og aðgengi að lyfjum Kl. 13:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur og Ásthildi Guðmundsdóttur.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti um stöðu mála tengd lyfjagjöf vegna SMA-sjúkdómsins.

3) Öryggi vímuefnanotenda og andlát af völdum eitrana Kl. 14:48
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ölmu D. Möller landlækni og Jóhann Lenharðsson frá embætti landlæknis og Svövu H. Þórðardóttur og Elísabetu Sólbergsdóttur frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.

Þá komu á fund nefndarinnar Marta Kristín Hreiðarsdóttir, Leifur Halldórsson og Margrét Kristin Pálsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Birgir Finnsson og Brynjar Þór Friðriksson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

4) Önnur mál Kl. 15:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:44