5. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. október 2023 kl. 09:30


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:30
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:40
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Logi Einarsson var fjarverandi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:40. Jakob Frímann Magnússon vék af fundi kl. 10:50.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

2018. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Áætlun Evrópusambandsins í útlendingamálum Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Ragnar G. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Gunnlaugur Geirsson og Lilja Borg Viðarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Lilja Borg tengdist fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu María Mjöll Jónsdóttir og Gunnlaug Guðmundsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskapa.

4) 107. mál - merkingar á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu Kl. 10:55
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00