7. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:06
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:12
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:27
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:06
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:06

Katrín Jakobsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Sesselja Sigurðardóttir

1631. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 24. október 2014 Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Ólafur Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Jónína Stefánsdóttir frá Matvælastofnun, Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Ólafur Þórðarson frá Hagstofu Íslands. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerð Kl. 10:06
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 1., 6. og 14. október sl. voru lagðar fram til staðfestingar og verða birtar á vef Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 10:10
Starfið framundan var rætt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10