62. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:24
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:26
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:21
Fundargerðir 59.-61. fundar samþykktar.

2) 642. mál - siglingavernd Kl. 09:19
Framsögumaður málsins, Vilhjálmur Árnason, kynnti drög að nefndaráliti.
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti.

3) 416. mál - öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Vigdís Eva Líndal og Páll Heiðar Halldórsson frá Persónuvernd. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 639. mál - ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Jón Ingi Ingimundarson, Erling Freyr Guðmundsson, Jóhann Sveinn Sigurleifsson og Hlynur Halldórsson frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Þorvarður Sveinsson, Kjartan Briem og Páll Ásgrímsson frá Sýn hf. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks mættu á fund nefndarinnar Jón Ríkharð Kristjánsson og Auður Inga Ingvarsdóttir frá Mílu ehf. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 09:23
Nefndin ræddi málið.

6) Beiðni um áheyrnaraðild Kl. 09:22
Beiðni um áheyrnaraðild fulltrúa Flokks fólksins, Ingu Sæland, var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:51
Rósa Björk ítrekaði beiðni sína um að umhverfis- og auðlindaráðherra kæmi á fund nefndarinnar til að fara yfir stöðuna í loftslagsmálum. Hanna Katrín Friðriksson og Helga Vala Helgadóttir tóku undir beiðnina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:59