25. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. apríl 2018 kl. 15:32


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:50
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:30
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:30

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Karl Gauti Hjaltason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:32
Dagskrárlið frestað

2) 248. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 15:33
Á fund nefndarinnar mættu Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Pétur Halldórsson frá Landvernd, Nanna Magnadóttir frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Bergþóra Halldórsdóttir og Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins, Einar Einarsson og Rut Kristinsdóttir frá Landsneti og Aðalheiður Jóhannesdóttir og Kristín Benediktsdóttir.
Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 425. mál - skipulag haf- og strandsvæða Kl. 18:07
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

4) 467. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 18:07
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 479. mál - stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029 Kl. 18:07
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 454. mál - Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. Kl. 18:07
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) 455. mál - breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna Kl. 18:07
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) 480. mál - stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024 Kl. 18:07
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

9) 481. mál - köfun Kl. 18:07
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

10) Önnur mál Kl. 18:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:10