57. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. maí 2023 kl. 15:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 16:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 15:02
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 15:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 15:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 15:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 15:49
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 15:02

Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 16:12.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 16:29.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:02
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

2) 947. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 15:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björn Geirsson, Hrafnkel V. Gíslason og Kristjönu Torfadóttur frá Fjarskiptastofu. Tóku þau þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þá fékk nefndin á sinn fund Flosa Hrafn Sigurðsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 975. mál - vaktstöð siglinga Kl. 16:11
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Auðun F. Kristinsson og Guðríði M. Kristjánsdóttur frá Landhelgisgæslu Íslands.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

4) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 16:47
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Val Sveinsson og Baldur Arnar Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

5) 896. mál - Innheimtustofnun sveitarfélaga Kl. 15:59
Framsögumaður málsins, Halla Signý Kristjánsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt frá nefndinni var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Orra Páli Jóhannssyni, Bjarna Jónssyni, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Björn Leví Gunnarsson sat hjá við afgreiðsluna.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Orri Páll Jóhannsson, Bjarni Jónsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir sem skrifar undir álitið með fyrirvara.

6) Önnur mál Kl. 17:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:12