11. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 17. nóvember 2020 kl. 09:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:07
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:02

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:05.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Frestað.

2) 208. mál - skipalög Kl. 09:04
Kl. 09:04 - 09:09. Á fund nefndarinnar mætti Sigurrós Friðriksdóttir frá Umhverfisstofnun og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Kl. 09:10. Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

Kl. 09:31 - 10:15. Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Birna Jörgensen og Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins og Samtökum skipaiðnaðarins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Jón Kristinn Sverrisson og Guðmundur Herbert Bjarnason frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Árni Bjarnason, Árni Sverrisson, og Páll Ægir Pétursson frá Félagi skipstjórnarmanna og Halldór Arnar Guðmundsson frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 9. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 09:11
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 209. mál - fjarskipti Kl. 09:12
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 275. mál - skipulagslög Kl. 09:13
Nefndin samþykkti að Kolbeinn Óttarsson Proppé yrði framsögumaður málsins.

6) 276. mál - náttúruvernd Kl. 09:14
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

7) 32. mál - loftslagsmál Kl. 09:15
Nefndin samþykkti að Guðjón S. Brjánsson yrði framsögumaður málsins.

8) 39. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar Kl. 09:16
Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

9) 139. mál - aukin skógrækt til kolefnisbindingar Kl. 09:17
Nefndin samþykkti að Karl Gauti Hjaltason yrði framsögumaður málsins.

10) 147. mál - flóðavarnir á landi Kl. 09:18
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

11) 107. mál - mótun efnahagslegra hvata til að efla ræktun orkujurta á Íslandi Kl. 09:19
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

12) Orkuskipti í flugsamgöngum á Íslandi Kl. 09:20
Kl. 09:20 - 09:30. Nefndin ræddi málið.

Kl. 10:16 - 10:34. Nefndin hélt áfram umræðu um málið.

13) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:36