4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 21. desember 2021 kl. 10:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 10:02
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 10:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:02
Elín Anna Gísladóttir (EAG), kl. 10:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 10:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 10:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 10:02

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:02
Fundargerðir 2. og 3. fundar voru samþykktar.

2) 154. mál - loftferðir Kl. 10:03
Formaður greindi frá því að Ríkislögreglustjóri hefði óskað eftir trúnaði um stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem vísað væri til í minnisblaði Ríkislögreglustjóra til nefndarinnar og nefndin þyrfti að ákveða hvort hún tæki við skýrslunni í trúnaði, sbr. 1. mgr. 37. gr. starfsreglna fastanefnda og 3. mgr. 50. gr. þingskapa. Nefndin ákvað að taka ekki við gögnunum.

Framsögumaður málsins, Halla Signý Kristjánsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti með breytingartillögu og lagði til afgreiðslu málsins frá nefnd.

Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Bjarni Jónsson, Helga Vala Helgadóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson.

3) 169. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 10:33
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35