40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. janúar 2013 kl. 10:18


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 10:18
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 10:21
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:18
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 10:18
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 10:18
Róbert Marshall (RM), kl. 10:18
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 10:18
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 10:18
Þór Saari (ÞSa) fyrir MT, kl. 10:18

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:21
Frestað.


2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:22 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Trausti Fannar Valsson frá Háskóla Íslands og gerði nefndinni grein fyrir ábendingum sínum varðandi 15. gr. frumvarpsins um upplýsingarétt ásamt því að svara spurningum nefndarmanna um þá grein auk 14. og 16. gr. frumvarpsins.



3) Önnur mál. Kl. 13:00
Formaður kynnti nefndinni um annan fund í nefndinni í dag kl. 15:00 til að fara yfir málið en stefnt er að afgreiðslu þess á fundi n.k. þriðjudag.

Fleira var ekki gert.




Fundi slitið kl. 13:01