29. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 24. janúar 2024 kl. 09:17


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:17
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:17
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:17
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:19
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:17
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:17
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:28

Hildur Sverrisdóttir og Sigmar Guðmundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:17
Fundargerðir 27. og 28. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Fangelsismálastofnun - Aðbúnaður - endurhæfing - árangur. Stjórnsýsluúttekt, skýrsla til Alþingis nóvember 2023 Kl. 09:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Guðnýju Eyjólfsdóttur skrifstofustjóra frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Eftirfylgni stjórnsýsluúttekta 2023 Kl. 09:47
Nefndin fjallaði um málið.

4) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit með Fiskistofu - eftirfylgni - stjórnsýsluúttekt i maí 2023 Kl. 09:42
Nefndin samþykkti að ljúka málinu með eftirfarandi bókun:
Niðurstaða eftirfylgniskýrslu er að matvælaráðuneyti og eftir atvikum Fiskistofa hafa ekki brugðist með viðunandi hætti við úrbótatillögum Ríkisendurskoðunar frá 2018.

Fyrir nefndinni kom fram að þrátt fyrir margvíslegar áskoranir hafi margt breyst til batnaðar í eftirliti Fiskistofu. Stofnunin hafi unnið að því að taka upp aðrar skilvirkar og hagkvæmar lausnir í eftirliti sem hafi reynst árangursríkt. Að mati nefndarinnar er hér um jákvæða þróun að ræða en ljóst er að enn er langt í land með mörg af þeim atriðum sem Ríkisendurskoðun benti á. Matvælaráðuneytið stefnir að því að ávarpa mörg af þeim í væntanlegum frumvörpum sem byggja á verkefninu „Auðlindin okkar“. Nefndin bendir á mikilvægi þess að tryggja fullnægjandi fjármagn.

Nefndin áréttar að sjávarútvegur sé einn veigamesti og arðbærasti atvinnuvegur landsins. Ríkir almannahagsmunir standa til þess að eftirlit með umgengni og nýtingu sjávarauðlindarinnar sé traust og tryggðar séu sjálfbærar og ábyrgar veiðar. Eftirlit Fiskistofu er þar mikilvægur liður. Hvetur nefndin ráðuneytið og Fiskistofu að nýta skýrsluna og niðurstöður Ríkisendurskoðunar til áframhaldandi umbóta.

5) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 09:53
Nefndin fjallaði um málið.

6) 35. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 09:55
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 09:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:57