6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:11
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna veikinda. Höskuldur Þórhallsson var farverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:25
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð (ESB) nr. 734/2013 er varðar eftirlit með ríkisaðstoð Kl. 09:00
Á fundinn kom Stefán Már Stefánsson prófessor í Háskóla Íslands og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila 2008-2010. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:50
Á fundinn komu Bryndís Þorvaldsdóttir og Inga Birna Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Sveinn Arason frá Ríkisendurskoðun sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fjallað var um skýrslurnar samhliða.

Tillaga formanns um að umfjöllun um skýrslurnar í nefndinni sé lokið var samþykkt.

4) Dvalarheimili aldraðra. Rekstur og starfsemi 2006-11. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:50
Á fundinn komu Bryndís Þorvaldsdóttir og Inga Birna Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Sveinn Arason frá Ríkisendurskoðun sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fjallað var um skýrslurnar samhliða.

Tillaga formanns um að umfjöllun um skýrslurnar í nefndinni sé lokið var samþykkt.

5) 19. mál - upplýsingalög Kl. 10:20
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

6) 18. mál - upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra Kl. 10:20
Samþykkt að senda málið til umsagnar.
Ákvörðun um framsögumann frestað.

7) Önnur mál Kl. 10:20
Brynhildur vakti athygli á að nefndin ætlaði að skila áliti um skýrslu Ríkisendurskoðunar um þjónustu við fatlaða. Ákveðið að leggja drög að áliti.

Birgir Ármannsson óskaði eftir að nefndin fengi bréf umboðsmanns Alþingis um rannsóknir vegna gruns um brot á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvöllur fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag og tillaga formanns um að ræða málið á næsta fundi var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25