1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. september 2014 kl. 08:30


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:25
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Valgerður Bjarnadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Keilir ehf. Ríkisframlög og árangur (2010) Skýrsla um eftirfylgni. Kl. 08:30
Á fundinn komu Þórir Óskarsson og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun og Þórunn Jóna Hauksdóttir og Leifur Eysteinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Þórir fór yfir ábendingar í skýrslunni og Þórunn Jóna og Leifur gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins til málsins og að nýr þjónustusamningur um kennslu á framhaldsskólastigi hefði verið undirritaður í byrjun september. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

2) Lækningaminjasafn Íslands Kl. 09:20
Á fundinn komu Þórir Óskarsson og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun og Margrét Hallgrímsdóttir frá forsætisráðuneyti, Eiríkur Þorláksson og Gísli Þ. Magnússon frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Anna Guðný Ásgeirsdóttir settur Þjóðminjavörður.

Þórir gerði grein fyrir ábendingum Ríkisendurskoðunar í skýrslunni og gestir gerðu grein fyrir stöðu málsins hjá ráðuneytunum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:55