6. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. september 2018 kl. 08:36


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:36
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:36
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:36
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:36
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:36
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:36
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:06

Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi vegna veikinda. Páll Magnússon vék af fundi kl. 13:41. Njáll var fjarverandi vegna annarra starfa á vegum Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 08:36
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigríður Auður Arnardóttir og Stefán Guðmundsson frá umhverfis - og auðlindaráðuneytinu.
Kl. 9:25. Guðrún Gísladóttir, Ingvi Már Pálsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Kl. 10:11. Ólafur Darri Andrason, Sturlaugur Tómasson, Jóhanna Lind Elíasdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir og Inga Birna Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu.
Kl. 10:55. Áslaug Einarsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir frá velferðarráðuneytinu.
Hádegisverðarhlé kl. 12:00-13:00.
kl. 13:07 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, Pétur Fenger, Sveinn M. Bragason og Halla Þórhallsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu.
Kl. 14:25. Ingilín Kristmannsdóttir, Sigurbergur Björnsson og Arnheiður Ingjaldsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Kl. 15:28. Gísli Magnússon, Þórður Ingvi Guðmundsson, María Erla Marelsdóttir og Ingunn Sigríður Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneytinu.
Ráðherrar og starfsmenn ráðuneytanna lögðu fram og fóru yfir kynningu á þeim málefnasviðum sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytis þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 16:15
Farið var yfir drög að bréfi sem sent verður umsækjendum um framlag af safnliðum. Einnig voru bornar fram óskir um gesti á fundi nefndarinnar. Björn Leví Gunnarssson vakti máls á því að nefndinni hefur ekki enn borist afrit af öllum gögnum um Vaðlaheiðargöng hf. eins og óskað hafði verið eftir. Jafnframt óskaði hann eftir að haldinn yrði fundur um uppgjör dagpeningagreiðslna til ráðherra, ráðuneytisstjóra og þingmanna. Benti hann á í því sambandi að reglum skv. 7. tl. reglna nr. 1/2009 um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins um að styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði sem ríkisstarfsmenn njóta meðan á dvöl erlendis stendur, skulu koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum eftir því sem við á og unnt er að meta hverju sinni. hefur aldrei verið framfylgt. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:30
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:32