12. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:00
Kristín Traustadóttir (KTraust) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Inga Sæland var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis, Björn Leví Gunnarsson og Elvar Eyvindsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 09:00
Til fundarins komu Gunnar Örn Jóhannsson og Þórarinn Ingólfsson frá Heilsugæslunni Höfða, og Oddur Steinarsson frá Heilsugæslunni Lágmúla. Lagt var fram og kynnt erindi um samkeppnisstöðu sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva o.fl. og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um efni þess.
Kl. 10:09. Brynjólfur Jónsson og Jónatan Garðarsson frá Skógræktarfélagi Íslands. Lögð var fram og kynnt beiðni um framlag í tilefni 90 ára afmælis félagsins á næsta ári o.fl. Ingólfur Guðbrandsson, Einar Gunnarsson og Arnar Víkingsson frá Grænum skógum ehf. Lagt fram erindi þar sem því er beint til fjárlaganefndar Alþingis að auka verulega framlög til skógræktar.
Kl. 10:57. Þröstur Eysteinsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, Hreinn Óskarsson og Edda Sigurdís Oddsdóttir frá Skógræktinni. Rætt var um fjármál stofnunarinnar og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um þau mál.

2) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:44
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:45