61. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. mars 2013 kl. 19:05


Mættir:

Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) fyrir EKG, kl. 19:05
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 19:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:05
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 19:05

KLM boðaði forföll.
JónG, JRG, ÓÞ og ÞSa voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 20:04
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur.

2) 447. mál - stjórn fiskveiða Kl. 19:07
Á fund nefndarinnar komu Örn Pálsson og Arthur Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda, Arnór Snæbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Steingrímur Hauksson og Helgi Jóhannesson frá Siglingamálastofnun. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til hugmynda um breytingu á málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 634. mál - vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu Kl. 19:41
Á fund nefndarinnar komu Kristín Haraldsdóttir og Ástráður Haraldsson og Skúli Thoroddsen frá Orkustofnun. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál. Kl. 20:04
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 20:04