48. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. febrúar 2013 kl. 09:06


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:06
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:06
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:06
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:06
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:06
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:06
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:06
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:06

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:06
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð 46. fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 447. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Friðrik J. Arngrímsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Arthur Bogason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Högni Bergþórsson frá Trefjum ehf. Gestinir kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu mætti og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 570. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:47
Á fund nefndarinnar komu Þorleifur J. Á. Reynisson og Jón Gestur Sveinbjörnsson. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu mætti og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:00