28. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. janúar 2012 kl. 08:39


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 08:39
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:39
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:39
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:39
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:39
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:56
Þór Saari (ÞSa), kl. 08:39

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:39
Fyrir fundinn voru lögð drög af fundargerð síðasta fundar. Gerðardrögin voru samþykkt með athugasemdum.

2) 22. mál - norræna hollustumerkið Skráargatið Kl. 08:41
Á fund nefndarinnar komu Kristinn Hugason frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Viktor S. Pálsson og Zulema Sullca Porta frá Matvælastofnun. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til hugmynda nefndarinnar um afgreiðslu þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að svo loknu.

3) Skýrsla starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar. Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Helga Barðadóttir frá iðnaðarráðuneytinu og Sigurður Ingi Friðleifsson formaður starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar. Gestirnir kynntu nefndinni skýrslu starfshópsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
MSch og JónG voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:30