13. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. nóvember 2011 kl. 15:07


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 15:07
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 15:07
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 15:07
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 15:07
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:07
Þór Saari (ÞSa), kl. 15:07

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 16:10
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar. Nefndarritara var falið að útfæra umfjöllun um 2. lið gerðardraganna nánar og leggja þau fyrir fund nefndarinnar á ný við síðara tilefni.

2) 138. mál - matvæli Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar mættu Svava Svanborg Steinarsdóttir frá Félagi heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, Óskar Ísfeld Sigurðsson frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Viktor Pálsson og Sigurður Örn Hansson frá Matvælastofnun. Þá var Helga Hreinsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands gestur nefndarinnar í gegnum síma. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 16:13
Á fund nefndarinnar komu Skúli Helgason, Salvör Jónsdóttir og Illugi Gunnarsson nefndarmenn í nefnd um eflingu græna hagkerfisins. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 16:07
Lögð var fram tillaga um að umfjöllun um þingmálið yrði frestað að sinni. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

5) Önnur mál. Kl. 17:04
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
KLM var fjarverandi vegna fundarhalda.
LRM var veðurteppt á Vestfjörðum.
JónG var fjarverandi.
BVG vék af fundi kl. 16:51 vegna fundar í fjárlaganefnd.

Fundi slitið kl. 17:04