53. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 18. apríl 2024 kl. 09:13


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:13
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:13
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:13
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:13
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:13
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:13
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:13

Bergþór Ólason og Eyjólfur Ármannsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:14
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Sigurðsson frá FTA - félagi talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd og Claudiu Ashanie Wilson frá lögmannsstofunni Claudiu & Partners Legal Services.

3) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 10:16
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt
af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti og breytingartillögu
standa Bryndís Haraldsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.

4) 935. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 10:17
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 10:17
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18