52. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:17
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:16
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stellu Samúelsdóttur frá UN Women á Íslandi, Birnu Þórarinsdóttur og Evu Bjarnadóttur frá UNICEF á Íslandi, Kristrúnu Elsu Harðardóttur frá laganefnd Lögmannafélags Íslands og Halldór Oddsson og Sögu Kjartansdóttur frá Alþýðusambandi Íslands.

3) Staða mansalsmála á Íslandi Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór Oddsson og Sögu Kjartansdóttur frá Alþýðusambandi Íslands.

4) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 11:20
Nefndin samþykkti að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir og Jódís Skúladóttir skipi undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

5) Önnur mál Kl. 11:21
Ákveðið var að halda aukafund í nefndinni föstudaginn 19. apríl, sbr. 2. mgr. 13. gr. starfsreglna fastanefnda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:23