64. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2023 kl. 15:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 15:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 15:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 15:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (SigurjÞ), kl. 15:00

Bergþór Ólason var fjarverandi. Birgir Þórarinsson boðaði forföll.
Jódís Skúladóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. 1. mgr. 17. gr. þingskapa.
Jódís Skúladóttir og Tómas A. Tómasson viku af fundi kl. 16:32.

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerðir 59., 60., 61., 62. og 63. fundar voru samþykktar.

2) 893. mál - dómstólar Kl. 15:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lárentsínus Kristjánsson dómstjóra við Héraðsdóm Vesturlands og Þórhall Hauk Þorvaldsson dómara við Héraðsdóm Reykjaness.

3) 795. mál - aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 Kl. 15:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu.

4) 45. mál - almenn hegningarlög Kl. 16:09
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

5) 944. mál - útlendingar Kl. 16:17
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og því næst Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Bergþóru Halldórsdóttur frá Samtökum iðnaðarins.

6) 922. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 16:38
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Kristínu Blöndal, Önnu Tryggvadóttur og Silju Stefánsdóttur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

7) 956. mál - Mennta- og skólaþjónustustofa Kl. 16:43
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Kristínu Blöndal, Önnu Tryggvadóttur og Silju Stefánsdóttur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

8) 979. mál - fjölmiðlar Kl. 17:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Rakel Birnu Þorsteinsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

9) 778. mál - sérstök tímabundin ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi Kl. 17:42
Tillaga um að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt

10) Önnur mál Kl. 17:42
Nefndin ræddi starfið framundan.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, framsögumaður nefndarinnar í 30. máli - Rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum o.fl. og í 32. máli - lögreglulög (lögmæt fyrirmæli lögreglu), óskaði eftir því að málin verði tekin á dagskrá.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 16:32-16:38.

Fundi slitið kl. 17:46