16. fundur
þingskapanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 12:00


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 12:00
Ásta R. Jóhannesdóttir (ÁRJ), kl. 12:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 12:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 12:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 12:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 12:00
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 12:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 12:00

Nefndarritari: Ingvar Þór Sigurðsson

Bókað:

1) 27. mál - þingsköp Alþingis Kl. 12:00
Nefndin ræddi almennt um málið en það hefur einnig verið til sérstakrar skoðunar hjá þeim hluta nefndarmanna sem fjallað hefur um skipulag þingstarfa og reglur um ræðutíma.

2) 28. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 12:10
Rætt var almennt um málið en nefndin er ekki sammála þeirri leið sem lögð er til í frumvarpinu.

3) 57. mál - lagaskrifstofa Alþingis Kl. 12:20
Nefndin ræddi almennt um málið en það hefur einnig verið til skoðunar hjá þeim hluta nefndarmanna sem fjallað hefur sérstaklega um vef Alþingis, umgjörð þingflokka, lagaskrifstofu og aðbúnað þingmanna t.d. í þingsal.

4) 565. mál - þingsköp Alþingis Kl. 12:30
Rætt var almennt um málið en nefndarmenn eru í meginatriðum sammála efni þess. Nefndin beinir því til forseta Alþingis að leita eftir því við þingflokksformenn við upphaf 141. löggjafarþings að umræður um fjárlagafrumvarp ársins 2013 fari fram samkvæmt efni frumvarpsins.

5) Önnur mál. Kl. 12:50
Rætt var um framhaldið á vinnu nefndarinnar.

Fleira var ekki rætt.

KLM boðaði fjarvist.

Fundi slitið kl. 13:00