154. löggjafarþing — 104. fundur,  30. apr. 2024.

tekjuskattur.

918. mál
[15:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er rétt, við fjölluðum um framkvæmdina á þessu í efnahags- og viðskiptanefnd. Ég tel að með þeim breytingartillögum sem hér er verið að leggja fram og svo þeirri breytingu sem mun að auki koma fram milli 2. og 3. umræðu sé verið að ná utan um þetta, því að auðvitað er tilgangurinn með þessu öllu saman jú sá að vaxtastuðningurinn rati til þeirra sem rétt eiga á honum í samræmi við kjarasamninga og í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga.