154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

ótímabundið rekstrarleyfi til sjókvíaeldis.

[15:32]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að fara út í að útskýra nákvæmlega lögfræðina á bak við þetta en þetta var lögfræðilegt álit sem mælti með því að þessi leið yrði farin og í því skyni að geta verið með strangari viðurlög. Við getum ekki bara spólað yfir þann þátt. Ég er hins vegar alveg sammála því að ég held að þarna takist á lögfræðin og réttlætiskennd fólksins í landinu og ekki síst einfaldlega orðið ótímabundið versus orðið tímabundið, að þarna er mjög mikill munur á. Það má samt benda á það að í Færeyjum er þetta tímabundið til 12 ára, en hér á Íslandi til 16 ára. Þessi leyfi hafa alltaf verið endurnýjuð meðan þau eru ótímabundin í Noregi. En eins og ég segi þá er þetta eitthvað sem ég tel að hv. atvinnuveganefnd eigi að skoða með það að markmiði að setja nægjanlega ströng skilyrði við tímabundin leyfi (Forseti hringir.) þannig að það sé hægt að koma böndum á greinina.