154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028.

809. mál
[15:11]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Innrásarstríð Rússlands í Úkraínu er auðvitað algerlega yfirgengilegt og ég tel mikilvægt að styðja við úkraínskan almenning. Ég ætla þó að vera á gulu í þessari atkvæðagreiðslu, bæði um þennan lið sem snýr sérstaklega að vopnakaupum en líka aðra liði, vegna þess að mér finnst skorta hér á alla umræðu og tillögugerð um það að koma á varanlegu vopnahléi. Stríðsátök verða aldrei leyst öðruvísi en með vopnahlésviðræðum. Það gildir í Palestínu og það gildir líka í Úkraínu. Það er margt í þessari tillögu sem er mjög gott og mjög mikilvægt og Ísland og þessi afstaða hefur skipt máli. En mér finnst hins vegar (Forseti hringir.) ekki vera lagt af stað nægilega vel með það sem ég tel vera aðalatriðið. Það er að koma á vopnahléi, því að það er það sem skiptir almenning máli þegar upp er staðið.