154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028.

809. mál
[15:05]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að við séum komin hér saman í dag til að greiða atkvæði um þetta gríðarlega mikilvæga mál sem fékk bara fyrirtaks þinglega meðferð og leiðinlegt að sjá fulltrúa þingflokks Pírata gagnrýna hér m.a. aðkomu eigin hv. þingmanns í nefndinni sem skrifar sérstaklega undir umrædda meðferð utanríkismálanefndar. En gott og vel. Þetta er mál sem styður við sjálfstæði sjálfsákvörðunarrétt og öryggi í Úkraínu og um leið stöndum við vörð um öryggi Íslands, alþjóðakerfi og alþjóðalög eins og allar okkar nánustu vinaþjóðir. Ég vona að það verði hér áfram þverpólitískur og öflugur stuðningur sem muni endurspeglast í atkvæðagreiðslunni. Ég mun segja já; já við friði í Úkraínu, já við friði í okkar heimshluta. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)