154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

tilhögun þingfundar.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti hyggst, eftir að hafa rætt það við þingflokksformenn, gera þá breytingu á dagskrá þessa fundar að taka fyrst fyrir atkvæðagreiðslu í 3. dagskrármálinu, Stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2023–2028. Verður nú kallað til atkvæðagreiðslu um það mál en að þeirri atkvæðagreiðslu lokinni verður tekið til við óundirbúnar fyrirspurnir.