154. löggjafarþing — 101. fundur,  23. apr. 2024.

lagareldi.

930. mál
[16:07]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. matvælaráðherra fyrir andsvarið. Hún segir: Já, fyrirtækin geta óskað eftir áframhaldandi leyfi hvenær sem er og þá verður þeim veitt það. Er það lögmál? (BjG: Það er spurning, kannski.) Er það bara lögmál að ef fyrirtæki óska eftir áframhaldandi og framlengdu leyfi þá sé það veitt? Er þetta bara þannig séð komið til að vera og við getum ekkert gert í því? (BjG: Að uppfylltum skilyrðum. Við getum breytt því.) Að uppfylltum skilyrðum? (Gripið fram í.) En engu að síður, það eru náttúrulega skilyrðin sem við höfum verið að tala um að séu ekki nógu þröng og ég get ekki séð að það sé mikið verið að þrengja þau með þessu. Mér skilst nú að þú getir verið með afföll yfir 20% í 36 ár í röð þar til leyfin fara niður fyrir 60% sem þarf til að svipta þig leyfi skv. 64. gr. um forsendubrest. Eins og ég segi, ég held ekki að þetta frumvarp sé að ná tilgangi sínum á nokkurn einasta hátt, nema ef tilgangurinn er bara að leyfa fiskeldið hvernig sem allt fer og láta svo bara reka á reiðanum með laxastofnana og sjúkdómana og lífríkið og vistkerfin og allt það — bara sjá svo til og vona að hið besta.