154. löggjafarþing — 98. fundur,  18. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[18:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Ég held að hæstv. ráðherra hafi ekki skilið spurninguna. Það er mjög oft þannig í kjaraviðræðum, sem þetta er í raun og veru sambærilegt við, að fólk fær afturvirk réttindi. Það er búið að taka þetta fjármagn frá. Af hverju gat það ekki bara haldist inni og þegar búið væri að klára allar lagabreytingarnar og innleiðingu og allt slíkt yrðu réttindin afturvirk samkvæmt því?