154. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2024.

skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

880. mál
[11:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það er kannski ekki augljóst að ég er að tala um lög um opinber fjármál þar sem á að koma fram mat á áhrifum frumvarpa, kostnaðarmat og ábatagreining, sem vantar hér. Það er fjallað um mat á áhrifum en það eru engar tölur um það hvaða áhrif þetta kunni að hafa á hagkerfið eða á ríkissjóð á komandi árum. Það er það sem lög um opinber fjármál snúast um og þarf að vera greint í frumvörpum til að við vitum hvaða áhrif það muni hafa á fjármálastefnu og fjármálaáætlun o.s.frv. og þá sérstaklega með tilliti til ábata sem er tvímælalaust til staðar í frumvarpinu, það er mjög jákvætt. En hvaða ábata erum við að tala um, til að við getum fjallað um það í samhengi ríkisins? Ég spyr því ráðherra, sem nú er ráðherra laga um opinber fjármál: Er þessi framsetning á mati á áhrifum í þessu frumvarpi boðleg?