154. löggjafarþing — 53. fundur,  16. des. 2023.

almennar íbúðir og húsnæðismál.

583. mál
[18:10]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka velferðarnefnd fyrir að taka að sér að flytja þetta mál og klára það með sóma á stuttum tíma og þingheimi fyrir stuðninginn við það. Ég tek undir að málið hefði alveg þolað það að koma fyrr til samtals í þinginu og hefði betur verið þannig. En niðurstaðan er góð, hún er mikilvæg. Því miður er staðan enn þá þannig að það þarf íbúðarhúsnæði fyrir Grindvíkinga í stórum stíl sem við höfum fengið upplýsingar um. Þetta er ein leið sem ríkisstjórnin og stjórnvöld, þingið allt, allir flokkar sameinast um og ég er ánægður að sjá þessa niðurstöðu. Takk fyrir.