Ferill 877. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1661  —  877. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um framkvæmd brottvísana.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir einstaklingar, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa ekki yfirgefið landið í kjölfarið og ekki er vitað hvar þeir eru staddir hér á landi?

    Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra eru 169 einstaklingar, sem áður voru umsækjendur um alþjóðlega vernd og komnir með verkbeiðni hjá embættinu um flutning úr landi, skráðir í lögreglukerfinu LÖKE í stöðunni ,,finnst ekki“. Það þýðir að þeir hafa ekki fundist þegar kom að flutningi úr landi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið reynt að ná í þá. Ekki er vitað hvar þeir eru staddir, þ.e. hvort þeir séu hér á landi eða erlendis. Þessi tölfræði tekur mið af fjölda verkbeiðna sem hafa borist embættinu frá árinu 2019.