Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 203  —  201. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um símahlustanir.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu margar símahlustanir eða önnur sambærileg úrræði, sbr. XI. kafla laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, hafa verið samþykkt með dómsúrskurði frá árinu 1944 til dagsins í dag, sundurliðað eftir árum og tegund mögulegs brots á hegningarlögum sem verið var að rannsaka?
     2.      Hversu margar símahlustanir eða önnur sambærileg úrræði hafa verið framkvæmd án dómsúrskurðar, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga um meðferð sakamála, frá árinu 1944 til dagsins í dag, sundurliðað eftir árum og tegund mögulegs brots á hegningarlögum sem verið var að rannsaka?


Skriflegt svar óskast.