Ferill 1075. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1780  —  1075. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um byggingareftirlit.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Telur ráðherra fullnægjandi eftirlit vera með stærri framkvæmdum opinberra aðila, þ.e. þeim framkvæmdum þar sem áætlað er að kostnaður verði umfram 2 milljarða kr.?
     2.      Liggur fyrir vinna í ráðuneytinu um útfærslu og endurbætur á slíku eftirliti?
     3.      Telur ráðherra þörf á miðlægri stofnun sem hefði yfirumsjón og eftirlit með framvindu slíkra framkvæmda?


Skriflegt svar óskast.