Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 546  —  405. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um tengiflug innan lands um Keflavíkurflugvöll.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


    Er gert ráð fyrir uppbyggingu tengiflugs innan lands við stækkun Keflavíkurflugvallar? Ef svo er, hvenær er ráðgert að aðstaðan verði fullnægjandi?


Skriflegt svar óskast.