Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 515  —  290. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn
frá Birni Val Gíslasyni um flutning stofnana.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er fyrirhugað að flytja höfuðstöðvar eða starfsstöðvar einhverra þeirra stofnana sem undir ráðherra heyra? Ef svo er, óskast greint frá því hvaða starfsemi á í hlut og hvaðan og hvert starfsemin verður flutt.

    Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um flutning höfuðstöðva eða starfsstöðva stofnana sem heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
    Til upplýsinga er bent á að höfuðstöðvar nokkurra stofnana ráðuneytisins eru staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins eða Landmælinga Íslands, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins, Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Að auki hafa margar stofnanir ráðuneytisins starfsstöðvar úti á landi.