Ferill 46. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 46  —  46. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um uppbyggingu á Kirkjubæjarklaustri.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hvenær er þess að vænta að hafist verði handa um uppbyggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri?
     2.      Hefur ráðherra eða ríkisstjórn mótað sér stefnu um þátttöku ríkisins í uppbyggingu þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri, sbr. fyrri áform um að ríki, sveitarfélag, ferðaþjónustu- og menningaraðilar og opinberar stofnanir sameinuðust um slíkt verkefni?