Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 574. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1130  —  574. mál.

2. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 78/2002, um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, með síðari breytingum (kyntar veitur).


Frá atvinnuveganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, Byggðastofnun, Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja, og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
    Umsagnaraðilar eru almennt jákvæðir í garð frumvarpsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jónína Rós Guðmundsdóttir og Þór Saari voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 2013.



Lilja Rafney Magnúsdóttir,


form., frsm.


Logi Már Einarsson.


Björn Valur Gíslason.



Ólína Þorvarðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.


Jón Gunnarsson.



Sigurður Ingi Jóhannsson.