Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 589. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1058  —  589. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn
Sigurðar Inga Jóhannssonar um ríkisjarðir.


    Leitað var aðstoðar Þjóðskrár Íslands og Bændasamtaka Íslands við vinnslu á svarinu. Þjóðskrá skoðaði fjölda lögbýla sem skráð eru á ríkissjóð, kt. 540269-6459, í lögbýlaskrá samkvæmt jarðalögum, nr. 81/2004. Bændasamtök Íslands unnu síðan áfram með þá niðurstöðu um kvótaskráningu lögbýlanna.
    Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að Þjóðskrá tók við lögbýlaskrá af Hagþjónustu landbúnaðarins á síðasta ári og samræmingarvinna er því enn í gangi.

     1.      Hvað eru ríkisjarðir margar og hvernig skiptast þær eftir sýslum með tilliti til eftirfarandi:
                  a.      hversu margar eru setnar,
                  b.      hversu margar eru lausar til ábúðar, og
                  c.      á hversu mörgum jarðanna er búseta án búskapar?


Ríkisjarðir sem eru setnar.

    Alls eru 185 lögbýli/jarðir með virkri skráningu en 55 lögbýli/jarðir eru skráðar í eyði.
    Skoðuð voru 185 lögbýli sem eru skráð á kennitölu Ríkissjóðs Íslands. Af þeim er kvóti skráður á 80 lögbýli. 105 lögbýli eru því skráð í byggð án þess að vera með skráðan kvóta.

Sýslumannsembætti: Lögbýli
    án kvóta
Lögbýli
    með kvóta
Lögbýli
    í eyði
411 Reykjavík 6 1
412 Akranes
413 Borgarnes 3 4 8
414 Stykkishólmur 1 1 5
415 Búðardalur 2 3 1
416 Patreksfjörður 6 5 3
417 Bolungarvík
418 Ísafjörður 3 2 2
419 Hólmavík 2 1
420 Blönduós 5 9 2
421 Sauðárkrókur 3 6 4
422 Siglufjörður 1
424 Akureyri 8 3 1
425 Húsavík 14 4 3
426 Seyðisfjörður 11 19 8
428 Eskifjörður 9 5 3
429 Höfn 4 6
430 Vík 3 1
431 Hvolsvöllur 13 5 2
432 Vestmannaeyjar
433 Selfoss 9 5 8
434 Keflavík 1 4
436 Hafnarfjörður 2
437 Kópavogur
Alls 105 80 55

Ríkisjarðir sem eru lausar til ábúðar.

    Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsti og ráðstafaði tveimur bújörðum í ábúð á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að á þessu ári verði þrjár bújarðir á vegum ráðuneytisins auglýstar til ábúðar.

Ríkisjarðir með búsetu án búskapar.

    Eins og áður sagði voru 185 lögbýli skoðuð sem eru skráð á kennitölu ríkissjóðs. Af þeim er kvóti skráður á 80 lögbýli. 105 lögbýli eru því skráð í byggð án þess að vera með skráðan kvóta.
    Á 74 lögbýlum eru skráð ærgildi í ríkiseigu.
    Á 14 lögbýlum er skráður mjólkurkvóti í ríkiseigu.
    Einnig skal minnt á að á fjölmörgum ríkisjörðum er stundaður annar landbúnaður en sauðfjárbúskapur og rekstur mjólkurbúa. Má þar helst nefna garðyrkju, hrossarækt og skógrækt auk annarrar nýtingar á hlunnindum jarðanna. Erfiðara og tímafrekara er að nálgast þær upplýsingar.
    Gera má ráð fyrir að hvorki búseta né búskapur sé á þeim 55 lögbýlum/jörðum sem eru skráð í eyði. Hins vegar er afar algengt að slíkar eyðijarðir séu nýttar til beitar eða til slægna.

     2.      Hversu margar þeirra ríkisjarða sem setnar eru hafa kvóta og hversu mikill kvóti fylgir þeim?
    Alls 1.364.977 mjólkurlítrar í ríkiseign eru skráðir á 14 lögbýli.
    Alls 385.851 mjólkurlítrar í eigu ábúenda ríkisjarða eru skráðir á 10 lögbýli.
    Alls 13.750,7 ærgildi í ríkiseign eru skráð á 74 lögbýli.
    Alls 4.968,9 ærgildi í eigu ábúenda ríkisjarða eru skráð á 27 lögbýli.