Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 217. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 243  —  217. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um tannheilsu þjóðarinnar.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Hver er stefna ráðherra varðandi tannheilsu þjóðarinnar? Kemur hún fram í nýrri heilbrigðisáætlun?
     2.      Hver er stefna ráðherra varðandi tannheilsu barna og markmið um að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag?
     3.      Hver er heildarkostnaður sjúklinga og ríkis við tannlækningar? Svar óskast sundurliðað eftir:
                  a.      fyrirbyggjandi þjónustu,
                  b.      tannréttingum,
                  c.      almennum tannlækningum,
                  d.      meiri háttar inngripum sem greidd eru af Sjúkratryggingum Íslands.
     4.      Hvað þyrfti skattprósenta að hækka mikið til að standa undir öllum kostnaði skv. 3. lið fyrirspurnarinnar?


Skriflegt svar óskast.