Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 296. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 342  —  296. mál.




Fyrirspurn



til dómsmála- og mannréttindaráðherra um Schengen-samstarfið.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Hvaða ávinningur er að mati ráðherra af Schengen-samstarfinu?
     2.      Hverja telur ráðherra kosti samstarfsins og hverja gallana?
     3.      Hver er kostnaður Íslands af samstarfinu, annars vegar á ári og hins vegar í heild frá upphafi til dagsins í dag?
     4.      Er allur kostnaður kominn fram eða á einhver kostnaður eftir að falla til við að koma á fullnægjandi eftirliti samkvæmt Schengen-samningnum og ef svo er, hver er hann og í hverju fólginn?
     5.      Hvaða aðrar leiðir væru færar til að halda sem flestum kostum Schengen-samstarfsins en losna um leið við helstu galla þess?


Skriflegt svar óskast.