Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 51. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 51  —  51. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um gæslu hagsmuna Íslands í Norðurhöfum.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Með hvaða hætti vinnur ráðuneytið að gæslu hagsmuna Íslands nyrst á Atlantshafi og á siglingaleiðum um Norður-Íshaf?
     2.      Hvert er mat ráðherra á mikilvægi hagsmuna Íslands á þessum slóðum?