Lagasafn.  Íslensk lög 1. september 2014.  Útgáfa 143b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE

2014 nr. 24 2. apríl


Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 3. apríl 2014. Falla úr gildi 16. september 2014.

1. gr. Verkfallsaðgerðum þeim sem Sjómannafélag Íslands hóf á Herjólfi VE hinn 5. mars sl. er frestað til og með 15. september 2014.
Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða.
2. gr. Á meðan frestun verkfallsaðgerða skv. 1. gr. stendur yfir skulu allir síðastgildandi kjarasamningar þeirra aðila sem lög þessi taka til gilda þeirra í milli, nema þeir semji um annað.
3. gr. Verkfallsaðgerðir þær sem lög þessi taka til eru óheimilar.
4. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið að lögum um meðferð sakamála og varða þau sektum ef ekki liggja við þyngri refsingar samkvæmt öðrum lögum.
5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og falla úr gildi 16. september 2014.