Lagasafn. Uppfært til 1. október 1999. Útgáfa 124. Prenta í tveimur dálkum.
Atvinnuleyfi: Leyfi sem félagsmálaráðherra veitir útlendingi til að starfa á Íslandi eða atvinnurekanda til að ráða útlending í starf.
Tímabundið atvinnuleyfi: Leyfi veitt atvinnurekanda til að ráða útlending til starfa.
Óbundið atvinnuleyfi: Leyfi veitt útlendingi til að vinna á Íslandi.
Atvinnuleyfi vegna námsdvalar og vistráðningar: Atvinnuleyfi erlendra námsmanna í íslenskum skólum eða vegna samninga um vist á heimili.
Atvinnuleyfi til bráðabirgða: Leyfi veitt atvinnurekanda til að ráða til bráðabirgða útlendinga, einn eða fleiri, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Atvinnurekstrarleyfi: Leyfi til að vinna sjálfstætt eða starfrækja fyrirtæki.
Atvinnurekandi: Einstaklingur eða fyrirtæki sem er með atvinnurekstur hér á landi án tillits til þess hvernig rekstrarformi og eignarhaldi er háttað.
Útlendingur: Einstaklingur sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt.
1)Rg. 272/1983
, sbr. 351/1983.