Lagasafn. Uppfært til 1. október 1999. Útgáfa 124. Prenta í tveimur dálkum.
Ríkisstjórnir Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar,
sem álíta að Norðurlandasamningurinn frá 1981 um félagslegt öryggi, sem kom í stað upprunalegs samnings frá 1955, hafi átt mikilvægan þátt í að tryggja norrænum ríkisborgurum, sem starfa eða dveljast í öðru norrænu landi, sama félagslegt öryggi og ríkisborgurum landsins,
sem gera sér ljóst að samkvæmt EES-samningnum verði það reglur þess samnings um almannatryggingar sem munu gilda um norræna ríkisborgara sem starfa eða dveljast í öðru norrænu landi,
sem álíta að þörf sé á norrænum reglum um almannatryggingar fyrir þá einstaklinga sem falla ekki undir reglur EES, þ.e. afmarkaðan hóp norrænna ríkisborgara og ríkisborgara frá þriðja landi,
sem álíta að jafnframt sé þörf á því að halda í gildi tilteknum norrænum reglum um almannatryggingar sem viðbót við reglur EES um almannatryggingar,
hafa komið sér saman um að gera nýjan Norðurlandasamning um almannatryggingar svohljóðandi:
sérhvert samningsríkjanna,
ríkisborgara norræns lands,
lög, reglugerðir og aðrar stjórnvaldsákvarðanir um þær greinar félagslegs öryggis sem um ræðir í 1. mgr. 2. gr., þó ekki að því leyti sem í þeim felast reglur um samskipti eins norræns lands eða fleiri annars vegar og eins eða fleiri annarra landa hins vegar,
í Danmörku:
í Finnlandi:
félags- og heilbrigðismálaráðuneytið,
á Íslandi:
í Noregi:
í Svíþjóð:
ríkisstjórnina (félagsmálaráðuneytið)
eða það stjórnvald sem nefnd stjórnvöld kveða á um,
stjórnvald eða stofnun sem veitir bætur,
annars vegar undanþágu frá greiðslu, eftirgjöf eða endurgreiðslu kostnaðar vegna sjúkrahjálpar, þar með taldar tannlækningar, hjálp vegna meðgöngu og fæðingar, lyf, gervilimir og önnur stoðtæki, og hins vegar greiðslur vegna ferða sem farnar eru vegna slíkrar sjúkrahjálpar,
almennan lífeyri sem ekki miðast við starfstíma, fyrri atvinnutekjur eða iðgjaldagreiðslur, svo og viðbótargreiðslur við slíkan lífeyri,
almennan lífeyri sem miðast við starfstíma, fyrri atvinnutekjur eða iðgjaldagreiðslur, svo og viðbótargreiðslur við slíkan lífeyri,
að maður sé búsettur í landi samkvæmt þjóðskrá þess ef sérstakar ástæður leiða ekki til annars,
samninginn um Evrópskt efnahagssvæði frá 2. maí 1992,
land sem samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði nær til,
reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja, með þeim breytingum og viðbótum sem fram koma í viðauka VI við EES-samninginn,
reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja, með þeim breytingum og viðbótum sem fram koma í viðauka VI við EES-samninginn.
1)Ívitnaður samningur frá 5. mars 1981 hafði lagagildi hér á landi, sbr. l. 66/1981. Þau lög voru hins vegar felld úr gildi með l. 46/1993 og er samningurinn frá 1981 því ekki birtur hér, þótt honum hafi verið ætlað að gilda áfram um tiltekin atriði. Vísast um hann til Lagasafns 1990, d. 559–571.