Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd samning ríkisstjórna Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um stofnun norræns tækni- og iðnþróunarsjóðs, sem gerður var í Osló 20. febrúar 1973. Texti samningsins fylgir lögum þessum og telst hluti af þeim,1) og skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.
1)Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögunum í Lagasafni 1995, bls. 840–841.