Lagasafn. Uppfært til 1. október 1999. Útgáfa 124. Prenta í tveimur dálkum.
1)L. 92/1991, 12. gr.2)L. 90/1991, 91. gr.
Ef ætla má eftir framkomnum upplýsingum, að vogrek nemi ekki [yfir 5000 kr.],1) þá auglýsir lögreglustjóri það með þeim hætti, er hann telur best fallinn til þess að komast fyrir það, hver eigandi sé. Ef telja má vogrek meira virði, þá auglýsir lögreglustjóri það einu sinni í Lögbirtingablaði, enda sendir dómsmálaráðuneytið fyrirsvarsmönnum annarra ríkja hér á landi eintak af auglýsingunni. Í auglýsingu skal lýsa vogreki eftir föngum og skora á tilkallsmenn að gefa sig fram innan 6 mánaða frá birtingu auglýsingar og sanna lögreglustjóra heimildir sínar, því að annars kostar verði vogrek eða andvirði þess eign ríkissjóðs eða fjörueiganda. Áður en liðnir eru 6 mánuðir má engum tilkallsmanni selja vogrek í hendur, nema hann setji fulla tryggingu fyrir því, að hann skili vogreki aftur eða andvirði þess, ef annar skyldi koma áður frestur sé liðinn með ríkari gögn fyrir tilkalli sínu.