Lagasafn. Uppfært til 1. október 1999. Útgáfa 124. Prenta í tveimur dálkum.
AÐILAR AÐ SAMNINGI ÞESSUM
SEM ER UMHUGAÐ um að styrkja á yfirráðasvæðum sínum réttarvernd þeirra manna sem þar eru búsettir,
SEM TELJA að í því skyni sé nauðsynlegt að ákvarða hið alþjóðlega dómsvald dómstóla sinna og að auðvelda viðurkenningu og koma á skjótvirkri málsmeðferð til að tryggja fullnustu á dómum, opinberlega staðfestum skjölum og réttarsáttum,
SEM GERA SÉR GREIN fyrir tengslum sín í milli, sem hafa komið fram á sviði efnahagsmála í fríverslunarsamningum milli Efnahagsbandalags Evrópu og aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu,
SEM HAFA HLIÐSJÓN af Brusselsamningnum frá 27. september 1968 um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum eins og honum hefur verið breytt með aðildarsamningum eftir því sem Evrópubandalögin hafa stækkað,
SEM ERU SANNFÆRÐIR um að með því að láta meginreglur þess samnings einnig ná til ríkja, sem eru aðilar að þessum samningi, muni lagaleg og efnahagsleg samvinna í Evrópu styrkjast,
SEM ÓSKA að tryggja eins samræmda túlkun og unnt er á samningi þessum,
HAFA í þessum anda ÁKVEÐIÐ að gera með sér samning þennan og
HAFA ORÐIÐ ÁSÁTTIR UM EFTIRFARANDI:
ákvæði þetta á þó einungis við ef því er haldið fram að varnaraðili eigi til réttar að telja í farminum eða farmgjaldskröfunni eða að hann hafi átt til slíks réttar að telja þegar björgun varð.
SAMNINGSAÐILAR HAFA KOMIÐ SÉR SAMAN UM EFTIRFARANDI ÁKVÆÐI SEM SKULU FYLGJA SAMNINGNUM:
SAMNINGSAÐILAR
SEM VÍSA til 65. gr. samnings þessa,
SEM HAFA Í HUGA hin nánu tengsl milli samnings þessa og Brusselsamningsins,
SEM HAFA Í HUGA að dómstóll Evrópubandalaganna hefur samkvæmt bókun frá 3. júní 1971 vald til þess að skera úr um túlkun á ákvæðum Brusselsamningsins,
SEM ER KUNNUGT um úrlausnir dómstóls Evrópubandalaganna um túlkun á Brusselsamningnum fram að undirritun samnings þessa,
SEM HAFA Í HUGA að samningaviðræður þær, sem voru undanfari þess að samningurinn var gerður, voru byggðar á Brusselsamningnum í ljósi þeirra úrlausna,
SEM VILJA, með fullri virðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna, koma í veg fyrir mismunandi túlkun og ná eins samræmdri túlkun og unnt er á ákvæðum samningsins, og á ákvæðum þessa samnings og þeim ákvæðum Brusselsamningsins sem í öllum meginatriðum eru tekin upp í þennan samning,
HAFA ORÐIÐ ÁSÁTTIR UM EFTIRFARANDI:
Við undirritun samnings um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum í Lúganó 16. september 1988
LÝSA FULLTRÚAR RÍKISSTJÓRNA AÐILDARRÍKJA EVRÓPUBANDALAGANNA
SEM HAFA Í HUGA þær skuldbindingar sem teknar hafa verið gagnvart aðildarríkjum Fríverslunarsamtaka Evrópu,
SEM ER UMHUGAÐ um að skaða ekki þá réttareiningu sem stofnað er til með samningnum,
ÞVÍ YFIR að þau muni gera allar ráðstafanir, sem í þeirra valdi standa, til að tryggja að virtar verði þær reglur um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma sem settar eru með samningnum þegar undirbúnar verða þær ákvarðanir sem fjallað er um í 1. mgr. bókunar nr. 3 um beitingu 57. gr.
Við undirritun samnings um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum í Lúganó 16. september 1988
LÝSA FULLTRÚAR RÍKISSTJÓRNA AÐILDARRÍKJA EVRÓPUBANDALAGANNA
ÞVÍ YFIR að þau telja rétt að dómstóll Evrópubandalaganna taki við túlkun Brusselsamningsins réttmætt tillit til fordæma sem úrlausnir samkvæmt Lúganósamningnum veita.
Við undirritun samnings um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum í Lúganó 16. september 1988
LÝSA FULLTRÚAR RÍKISSTJÓRNA AÐILDARRÍKJA FRÍVERSLUNARSAMTAKA EVRÓPU
ÞVÍ YFIR að þau telja rétt að dómstólar þeirra taki við túlkun samningsins réttmætt tillit til fordæma sem úrlausnir dómstóls Evrópubandalaganna og dómstóla í aðildarríkjum Evrópubandalaganna veita hvað varðar ákvæði Brusselsamningsins sem í öllum meginatriðum eru tekin upp í Lúganósamninginn.