[Fjármálaeftirlitið]1) skal hafa eftirlit með starfsemi fjárfestingarfélaga og gilda um það sömu reglur og gilda um eftirlit með bönkum og sparisjóðum eftir því sem við getur átt. Telji [Fjármálaeftirlitið]1) að starfsemi fjárfestingarfélags brjóti í bága við lög, reglur eða eðlilega viðskiptahætti skal það gera fjármálaráðherra viðvart. Getur ráðherra þá ákveðið að skilyrðum til frádráttar á hlutabréfakaupum í félaginu sé ekki lengur fullnægt ef ekki er úr bætt innan hæfilegs frests.
1)L. 84/1998, 15. gr., sem öðlast gildi 1. janúar 1999.
VI. kafli.Ýmis ákvæði.