Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um samsetta flutninga o.fl. vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu
1995 nr. 33 28. febrúar
1. gr. Tilgangur laga þessara er að fullnægja þeim skuldbindingum sem leiðir af ákvæðum 6. kafla III. hluta samnings um Evrópskt efnahagssvæði um flutningastarfsemi og XIII. viðauka við samninginn og eigi verður skipað í önnur lög.
2. gr. Samgönguráðherra er heimilt að setja reglugerðir að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga á grundvelli 1. gr.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.