Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Ríkisstjórnir Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar,
sem veita því athygli að Norðurlandasamningurinn um almannatryggingar frá 15. júní 1992 á aðeins við um almannatryggingabætur, en það er breyting frá því sem var í fyrri Norðurlandasamningi um félagslegt öryggi sem fól einnig í sér félagslega aðstoð,
sem álíta að auk réttar til félagslegra úrræða sem felast í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið frá 2. maí 1992 sé enn þörf á sérstökum norrænum reglum um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu,
sem álíta að í vissu tilliti beri að rýmka réttinn, sem er tryggður með Norðurlandasamningnum um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi frá 17. júní 1981, til að nota eigið tungumál í öðru norrænu landi á sviði heilbrigðis- og félagsmála,
hafa komið sér saman um að gera Norðurlandasamning um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu, svohljóðandi: