Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka á leigu húsnæði í sveitum og kauptúnum o.fl.
1941 nr. 29 27. júní
1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að taka á leigu öll skólahús, fundahús, þinghús og annað nothæft húsnæði í sveitum og kauptúnum, til þess, ef nauðsyn krefur, að gera þessi hús að dvalarstöðum fyrir börn og mæður þeirra, þeim til öryggis. Einnig er ríkisstjórninni heimilt að taka á leigu flutningatæki, sem með þarf til að koma börnunum og mæðrum þeirra að og frá ákvörðunarstað.
2. gr. Ef samkomulag næst ekki við eigendur eða leigjendur húsa og farartækja þeirra, sem um getur í 1. gr., er ríkisstjórninni heimilt að taka þau leigunámi. Um framkvæmd leigunáms samkvæmt þessari grein skal farið eftir ákvæðum laga nr. 61 14. nóvember 1917.1)
1)Nú l. 11/1973.