[Stjórn sjóðsins sér um ávöxtun á fé hans og skal það gert á eftirfarandi hátt:
- 1.
- Í ríkisskuldabréfum og skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs.
- 2.
- Í skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga.
- 3.
- Í bönkum og sparisjóðum sem fullnægja ákvæðum laga nr. 86/1985 eða laga nr. 87/19851) eða í skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ofangreindra aðila.
- 4.
- Í skuldabréfum stofnlánasjóða atvinnuveganna, fjárfestingarstofnana eða annarra lánastofnana en þeirra sem áður er getið, enda starfi þær samkvæmt sérstökum lögum eða Seðlabanki Íslands hafi veitt þeim viðurkenningu í þessu skyni.
- 5.
- Í skuldabréfum tryggðum með veði í húseignum allt að 65% af brunabótamatsverði, eða sé brunabótamat ekki fyrir hendi þá af matsverði sem ákveðið er af tveim mönnum sem fjármálaráðherra tilnefnir, og allt að 75% af fasteignamatsverði lóða í kaupstöðum og kauptúnum.]2)
- [6.
- Í hlutabréfum í fyrirtækjum sem hafa skráð kaup- og sölugengi á markaði hjá viðurkenndu verðbréfaþingi eða a.m.k. tveimur verðbréfafyrirtækjum. Þó skal eigi verja meira en 10% af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins til hlutabréfakaupa. Árleg hlutabréfakaup samkvæmt ákvæðum þessa töluliðar teljast einvörðungu kaup umfram sölu á hlutabréfum. Eigi er sjóðnum heimilt að eiga meira en 10% af hlutafé í hverju fyrirtæki. Heildarhlutabréfaeign sjóðsins skal á hverjum tíma ekki vera meiri en nemur 15% af hreinni eign til greiðslu lífeyris.]3)
- [7.
- Í traustum erlendum verðbréfum sem skráð eru á opinberum verðbréfamörkuðum í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hlutfall erlendra eigna fari þó eigi umfram 10% af hreinni eign til greiðslu lífeyris og skal stjórn sjóðsins gæta eðlilegrar áhættudreifingar í því sambandi.]4)
- [8.
- Í skuldabréfum og víxlum fyrirtækja með trausta eiginfjárstöðu og góða rekstrarafkomu, enda séu viðkomandi skuldabréf skráð á Verðbréfaþingi Íslands.]5)
1)Nú l. 43/1993.2)L. 86/1987, 1. gr.3)L. 33/1992, 1. gr.4)L. 21/1995, 1. gr.5)L. 128/1996, 1. gr.