Myndlistadeild, en til hennar teljast forskóli og námsflokkar til framhaldsnáms í þessum greinum: frjálsri myndlist, rítlist, mótlist og veggmyndalist. Enn fremur námsflokkar til undirbúnings að námi í tæknifræðum og húsagerðarlist.
Rétt til framhaldsnáms í myndlistadeild eiga þeir, sem lokið hafa forskólanámi með fullnægjandi árangri, eða hlotið hliðstæðan undirbúning annars staðar.
Undirbúningur að námi í tæknifræðum og húsagerðarlist. Aðalgreinar eru fríhendisteiknun, tækni- og rúmsæisteiknun og hagnýt mótun. Nám í flokkum a–e tekur tvö ár og lýkur með prófi.
Nám í öðrum greinum kennaradeildanna en sérgreinum skal vera hið sama eða hliðstætt námi í undirbúningsdeild sérnáms í Kennaraskóla Íslands. Námi í kennaradeild lýkur með kennaraprófi.