Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um innflutning
1992 nr. 88 17. nóvember
1. gr. Innflutningur á vöru og þjónustu til landsins skal vera óheftur nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum eða milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.
Séu í gildi innflutningstakmarkanir á einstöku sviði skal þó heimilt að flytja til landsins vörur sem ætlaðar eru fyrir sendiráð erlendra ríkja og aðra sem samkvæmt lögum, milliríkjasamningum eða venju njóta hér tollfrelsis. Ákvæði þetta á þó ekki við um vörur sem hætta telst á að smitefni geti borist með til landsins.
2. gr. ...1)
1)L. 87/1995, 29. gr.
3. gr. Óheimilt er að tollafgreiða vöru eða hafa milligöngu um greiðslu til útlanda fyrir vöru eða þjónustu sem háð er innflutningstakmörkunum nema undanþága hafi fengist fyrir innflutningnum.
4. gr. Brot á lögum þessum varða sektum. Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.
Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum eru refsiverðar eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.
Með brot á lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.
5. gr. Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd laga þessara. Hann getur með reglugerð1) sett nánari ákvæði um framkvæmd þeirra.
1)Rg. 415/1992
, sbr. 592/1995.
6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða. ...1)
1)L. 87/1995, 29. gr.