Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Almennt útboð: Útboð þar sem ótilteknum fjölda er með auglýsingu gefinn kostur á að gera tilboð.
Lokað útboð: Útboð þar sem tilteknum aðilum er einum gefinn kostur á að gera tilboð.
Kaupandi: Með kaupanda er í þessum lögum átt við þann sem er kaupandi þess verks, vöru eða þjónustu sem boðin er út.
Bjóðandi: Með bjóðanda er í þessum lögum átt við þann sem býður í það verk, vöru eða þjónustu sem boðin er út.
Forval: Val kaupanda á þeim sem fá að taka þátt í lokuðu útboði.