Vinnustöðvanir í skilningi laga þessara eru verkbönn atvinnurekenda og verkföll þegar launamenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu atvinnurekenda eða launamanna sem jafna má til vinnustöðvunar.]1)
1)L. 75/1996, 4. gr.
[III. kafli.Um sáttastörf í vinnudeilum.]1)
1)L. 75/1996, 5. gr. Ákvæði kaflans gilda eftir því sem við á um opinbera starfsmenn sem lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna ná til, sbr. 9. gr. s. l.