[a. Skip merkir í lögum þessum, sé eigi annað tekið fram, hvert það far sem er 6 m langt eða meira og skráð er í skipaskrá.
- b.
- Skipstjóri er sá sem fer með æðsta vald á skipi.
- c.
- Yfirstýrimaður/1. stýrimaður er sá skipstjórnarmaður er gengur næst skipstjóra í starfi.
- d.
- Undirstýrimaður er hver sá stýrimaður sem er lægra settur en yfirstýrimaður/1. stýrimaður.
- e.
- Rúmlest merkir í lögum þessum brúttórúmlest. Er þá miðað við Óslóarsamþykkt um skipamælingar frá 10. júní 1947, með áorðnum breytingum, fyrir skip 24 m að lengd og lengri, en við íslenskar reglur um mælingu skipa fyrir skip styttri en 24 m að lengd.
- f.
- Fiskiskip merkir hvert það skip, skrásett sem fiskiskip, sem notað er til fiskveiða eða annarra veiða úr lífríki sjávar.
- g.
- Kaupskip merkir hvert það skip, skrásett sem vöruflutninga- eða farþegaskip, er siglir með varning og/eða farþega til og frá landinu, milli hafna innan lands og utan. Til þessa flokks teljast m.a. olíu- og efnaflutningaskip.
- h.
- Varðskip merkir hvert það skip, skrásett sem varðskip, er stundar landhelgisgæslu og björgunarstörf undir yfirstjórn Landhelgisgæslu Íslands.
- i.
- Önnur skip en upp eru talin í stafliðum f–h hlíta ákvæðum laganna um fiskiskip.
- j.
- Strandsigling er sigling innan 50 sjómílna frá ströndum Íslands og á öðrum hafsvæðum eftir nánari ákvörðun [Siglingastofnunar Íslands].1)
- k.
- Innanlandssigling er sigling innan íslenskrar fiskveiðilögsögu.
- l.
- Utanlandssigling er hver sú ferð sem farin er milli landa eða til fiskimiða utan íslenskrar fiskveiðilögsögu þótt hafna sé ekki leitað.
- m.
- Mánuður telst 30 dagar.
- n.
- STCW er alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna frá 1978.
- o.
- Stig merkir námsstig, sbr. lög um Stýrimannaskólann í Reykjavík.]2)
1)L. 7/1996, 13. gr.2)L. 62/1995, 2. gr.
II. kafli.Um fjölda skipstjórnarmanna.