Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd Norðurlandasamning um gagnkvæmi varðandi greiðslur vegna skertrar starfshæfni

1953 nr. 72 16. desember


1. gr.
     Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd samning þann milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæmi varðandi greiðslur vegna skertrar starfshæfni, sem undirritaður var á félagsmálaráðherrafundi Norðurlanda í Reykjavík 20. júlí 1953 og prentaður er sem fylgiskjal með lögum þessum.

2. gr.
     Þegar samningur sá, er um ræðir í 1. gr., hefur verið staðfestur, skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.

Fylgiskjal.1)

1)Samningurinn, sem birtur var með l. 72/1953, er brottfallinn, sbr. samning sem birtur var með l. 53/1956, 37. gr. Sjá nú l. 46/1993, og samning sem birtur er með þeim lögum.