Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfćrt til febrúar 1997.
Lög um manneldisráđ
1978 nr. 45 11. maí
1. gr. Ríkiđ starfrćkir stofnun, sem nefnist manneldisráđ. Manneldisráđ skal undir stjórn heilbrigđismálaráđherra vinna ađ samrćmingu rannsókna og frćđslu á sviđi manneldisfrćđi, nánara samstarfi milli framleiđenda og neytenda og vera heilbrigđisyfirvöldum til ráđuneytis um manneldismál.
2. gr. Manneldisráđ getur annast ráđgjöf til annarra ađila samkvćmt sérstakri gjaldskrá, er ráđherra stađfestir.
3. gr. Í manneldisráđi eiga sćti fimm menn er ráđherra skipar til fjögurra ára í senn. Skal skipa einn ráđsmanna samkvćmt tilnefningu lćknadeildar Háskóla Íslands, annan samkvćmt tilnefningu verkfrćđi- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands, en hina ţrjá án tilnefningar. Skipa skal fimm varamenn međ sama hćtti.
Til setu í ráđinu skal skipa menn međ sérţekkingu á manneldismálum.
Ráđherra skipar einn ráđsmanna formann manneldisráđs.
4. gr. Manneldisráđ getur, ađ fenginni heimild ráđherra, sett á fót samstarfshópa um mikilvćg málefni, jafnframt ţví, sem ţađ getur kallađ sérfrćđinga sér til ráđuneytis.
Manneldisráđ getur kallađ saman manneldisţing eftir ţví sem tilefni gefst til.
5. gr. Manneldisráđ gerir árlega áćtlun um ráđstöfun á ţví fé, sem til ţess er veitt á fjárlögum eđa ţađ fćr til ráđstöfunar á annan hátt.
Manneldisráđ sendir ráđuneytinu í lok hvers árs skýrslu um störf ráđsins.
6. gr. Ráđherra setur manneldisráđi starfsreglur.1)
1)Rg. 226/1991
.