Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum
1978 nr. 37 11. maí
I. kafli.Almenn ákvæði.
1. gr. Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, í lögum þessum nefnd „Samábyrgðin“, skal eiga heimili og varnarþing í Reykjavík.
2. gr. [Samábyrgðin tekst á hendur:
- a.
- Endurtryggingu á skipum.
- b.
- Aðrar endurtryggingar.
- c.
- Frumtryggingar á skipum.
- d.
- Frumtryggingar á skipum sem ríkissjóður eða ríkisstofnanir gera út eða sjá um útgerð á.
- e.
- Aðrar greinar vátrygginga sem ráðherra heimilar í samræmi við ákvæði laga um vátryggingarstarfsemi.
- f.
- Aðra fyrirgreiðslu til fiskiskipaútgerðar sem stofnunin getur í té látið að mati stjórnarinnar og rúmast innan laga um vátryggingarstarfsemi.]1)
Samábyrgðin skal hafa eftirlit með starfsemi bátaábyrgðarfélaganna og vera þeim til ráðuneytis um rekstur.
1)L. 116/1993, 20. gr.
3. gr. Í stjórn Samábyrgðarinnar eru fimm menn og jafnmargir til vara. Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn, einn án tilnefningar og tvo eftir tilnefningu Landssambands ísl. útvegsmanna. Á sama hátt skipar ráðherra þrjá varamenn í varastjórn. Bátaábyrgðarfélögin kjósa tvo stjórnarmenn og tvo til vara, sbr. 6. gr. Skipunartími stjórnarinnar er fjögur ár.
Ef stjórnarmaður forfallast, skal varamaður, tilnefndur af sama aðila, taka sæti hans. Skal annaðhvort aðalmaður eða varamaður vera búsettur í Reykjavík eða nágrenni.
Stjórnin velur sér formann og varaformann.
Ráðherra ákveður þóknun stjórnarinnar, en hún greiðist af Samábyrgðinni.
4. gr. Stjórnarfundi skal halda þegar formaður telur þess þörf eða tveir stjórnarmenn krefjast. Formaður er fundarstjóri, en varaformaður, ef formaður mætir eigi.
Stjórnarfundur er löglegur, ef þrír stjórnarmenn mæta, þar á meðal formaður eða varaformaður.
Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum máls, en ef atkvæði eru jöfn ræður atkvæði fundarstjóra.
Stjórnin ræður framkvæmdastjóra fyrir Samábyrgðina og ákveður verksvið hans. Framkvæmdastjóri má ekki eiga sæti í stjórn félagsins.
5. gr. Reikningsár Samábyrgðarinnar er almanaksárið.
Í reikningum félagsins skulu koma fram tekjur og gjöld í hverri grein trygginga fyrir sig, enda skulu þeir vera í samræmi við þær reglur, sem Tryggingaeftirlitið setur.
...1)
Reikningarnir skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, sem ráðherra skipar.
Stjórn Samábyrgðarinnar skal fyrir júnílok ár hvert senda ráðuneytinu og Tryggingaeftirlitinu reikninga félagsins fyrir næstliðið ár.
1)L. 116/1993, 21. gr.
6. gr. Samábyrgðin skal eigi sjaldnar en þriðja hvert ár boða til fundar með fulltrúum frá bátaábyrgðarfélögum þeim, sem endurtryggja hjá Samábyrgðinni. Til aukafulltrúafundar skal boða ef þrjú eða fleiri bátaábyrgðarfélög óska þess.
Hvert félag hefur rétt til að senda tvo fulltrúa á fundinn. Formaður og framkvæmdastjóri félags eru sjálfkjörnir fulltrúar, en ef þeir geta ekki mætt, ákveður stjórn félagsins, hverjir skuli mæta af þess hálfu.
Stjórn Samábyrgðarinnar og framkvæmdastjóri hafa rétt til að sitja fulltrúafundi.
Á fulltrúafundi skal kjósa tvo menn í stjórn Samábyrgðarinnar og tvo til vara, sbr. 3. gr. Við þá kosningu hefur hvert félag eitt atkvæði. Þá skal ræða og gera ályktanir um málefni trygginganna.
Að afloknum fulltrúafundi skal Samábyrgðin senda ráðuneytinu afrit af fundargerðinni.
II. kafli.Aldurslagasjóður fiskiskipa. ...1)
1)L. 40/1990, 13. gr.
III. kafli.Ýmis ákvæði.
15. gr. Samábyrgðin hefur lögveð í skipum og lögtaksrétt fyrir vátryggingariðgjöldum og skoðunarkostnaði, þó eigi í lengri tíma en 2 ár frá gjalddaga þeirra að telja.
Þegar Samábyrgðinni hefur verið tilkynnt, að vátryggt skip sé í veði fyrir láni, má eigi fella skipið úr tryggingu fyrir þá sök, að iðgjald sé eigi greitt, nema veðhafa hafi áður verið veittur hæfilegur frestur til að greiða iðgjaldið.
Þegar vátryggðar eignir eru veðsettar, nær veðrétturinn einnig til vátryggingarfjárins.
16. gr. ...1)
1)L. 116/1993, 22. gr.
17. gr. ...1)
1)L. 116/1993, 23. gr.
18. gr. Ráðherra setur með reglugerð1) eða á annan hátt nánari fyrirmæli um framkvæmd þessara laga að fengnum tillögum stjórnar Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum.
1)Rg. 338/1978
, sbr. 188/1980, 72/1981, 42/1982, 452/1982, 262/1983, 723/1983, 181/1984, 186/1985, 163/1986, 151/1987, 261/1988 og 164/1990.
19. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1978. ...
[Ákvæði til bráðabirgða. Samábyrgð Íslands á fiskiskipum hefur frest til 1. janúar 1995 til að færa starfsemi sína að fullu til samræmis við ákvæði laga þessara. Endurtryggingasamningar félagsins halda gildi sínu fram til þess tíma. Vátryggingasamningar halda og gildi sínu fram til þess tíma að því undanskildu að við eigendaskipti á bátum, sem undir lögin falla, er nýjum eiganda frjálst að skipta um tryggingafélag.]1)
1)L. 116/1993, 24. gr.