Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.


Lög um þýðingarsjóð

1981 nr. 35 26. maí


1. gr.
     Stofna skal sjóð til þýðinga á erlendum bókmenntum.

2. gr.
     Tekjur sjóðsins skulu vera framlag ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum hvers árs, þó aldrei lægra en 500 þúsund krónur á verðlagi ársins 1981.

3. gr.
     Hlutverk sjóðsins er að lána eða styrkja útgefendur til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli, jafnt skáldverka sem viðurkenndra fræðirita.
     Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna.

4. gr.
     Menntamálaráðherra skal skipa 3 menn í stjórn sjóðsins til tveggja ára í senn, einn tilnefndan af samtökum útgefenda, einn tilnefndan af Rithöfundasambandi Íslands og einn án tilnefningar, og skal hann vera formaður stjórnarinnar.

5. gr.
     Veita skal úr sjóðnum í fyrsta sinn árið 1983.

6. gr.
     Menntamálaráðuneytið setur reglugerð1) um framkvæmd laga þessara, að höfðu samráði við Rithöfundasamband Íslands og samtök útgefenda. Skal þar kveðið á um vörslu sjóðsins og úthlutanir.

1)Rg. 638/1982, sbr. 102/1992.