Með samningi til svo langs tíma, sem landgræðslustjóra þykir þurfa. Eigendur eða leigutakar skulu hafa forgangsrétt að landsnytjum gegn hæfilegu gjaldi, þegar uppgræðsla er svo vel á veg komin, að nytja megi landið að dómi landgræðslustjóra.
Með eignarnámi, ef umráðaréttur fæst ekki á annan hátt, sbr. lög um eignarnám, nr. 61 frá 14. nóvember 1917.1) Eignarnám skal þó eigi framkvæma, nema rannsókn samkvæmt 40. gr. sýni, að þess sé þörf, og að fengnu áliti stjórnar [Bændasamtaka Íslands].2)