Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
1)Sbr. augl. C 12/1989
.2)Sbr. augl. C 7/1989 og 20/1989.Ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar,
sem eru sammála um að efla norrænt samstarf,
sem hafa í því augnamiði komið á fót skrifstofu fyrir ráðherranefnd Norðurlanda í Kaupmannahöfn,
sem gera sér ljóst að stjórnarnefnd Norðurlandaráðs hefur í samræmi við 54. gr. samstarfssamnings Norðurlanda frá 1962 (Helsingforssamningsins) komið á fót skrifstofu í Stokkhólmi,
sem æskja þess að ákveða réttarstöðu þessara skrifstofa ásamt skyldum málefnum,
hafa orðið sammála um eftirfarandi:
Ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar,
sem hafa í dag gert samning um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs,
hafa orðið sammála um eftirfarandi:
Ríkisstjórnir Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, sem eru sammála um að efla norrænt samstarf,
sem gera sér ljóst að norræna ráðherranefndin hefur komið á fót, sem lið í þessu samstarfi, opinberum samnorrænum stofnunum með norrænu starfsliði og gera ráð fyrir að slíkar stofnanir verði settar á stofn í framtíðinni,
sem æskja þess að setja sameiginlegar reglur um réttarstöðu þessara stofnana, þar á meðal um launa- og starfsskilyrði starfsfólks þeirra,
hafa komið sér saman um eftirfarandi: