Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfćrt til febrúar 1997.


Lög um Skákskóla Íslands

1990 nr. 76 17. maí


1. gr.
     Á vegum Skáksambands Íslands og í samvinnu viđ menntamálaráđuneytiđ starfar skóli er nefnist Skákskóli Íslands.

2. gr.
     Skólinn er starfrćktur í húsakynnum Skáksambands Íslands. Skal árlega veittur til hans styrkur á fjárlögum sem hér segir:
a.
Framlag sem nemi einu stöđugildi í 8. ţrepi 144. lfl. BHM.
b.
Rekstrarstyrkur sem nemi hćfilegri leigu fyrir afnot húsnćđis.


3. gr.
     Hlutverk skólans er ađ annast skákkennslu og hafa á hendi hvers kyns frćđslu sem miđar ađ ţví ađ efla vöxt og viđgang skáklistarinnar á Íslandi. Skal skólinn m.a. halda námskeiđ úti á landi í samvinnu viđ skóla og taflfélög.

4. gr.
     Skólastjórn Skákskóla Íslands skal skipuđ ţremur mönnum sem tilnefndir eru af eftirtöldum ađilum til ţriggja ára í senn: Menntamálaráđherra skipar einn, Skáksamband Íslands skipar tvo, ţar af annan í samráđi viđ Félag íslenskra stórmeistara.
     Stjórnin skiptir sjálf međ sér verkum. Nánar skal kveđiđ á um verksviđ hennar í reglugerđ.

5. gr.
     Skólastjórn rćđur skólastjóra Skákskóla Íslands sem annast rekstur skólans og rćđur til hans kennara međ samţykki stjórnar.

6. gr.
     Skólinn skiptist í almenna deild og framhaldsdeild. Nám í almennum deildum skal auglýst og greiđa nemendur námsgjald fyrir. Í framhaldsdeild eru nemendur valdir á grundvelli inntökuprófs og skólavist ókeypis. Kennslu í framhaldsdeild annast skákmeistarar sem laun ţiggja samkvćmt lögum um launasjóđ stórmeistara í skák.
     Í starfsemi skólans er skylt ađ gćta jafnréttis kynjanna í hvívetna.
     Nánar skal kveđiđ á um starfsemi deilda og tilhögun kennslu í reglugerđ.1)

1)Rg. 459/1990.


7. gr.
     Til ađ standa straum af kostnađi viđ stofnun skólans skal veittur sérstakur styrkur á fjárlögum ársins 1991.

8. gr.
     Menntamálaráđherra er heimilt ađ semja viđ önnur félagasamtök eđa einkaađila um rekstur skákskóla samkvćmt lögum ţessum.

9. gr.
     Lög ţessi öđlast gildi 1. janúar 1991.