Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.


Lög um útflutningsleyfi o.fl.

1988 nr. 4 11. janúar


1. gr.
     Utanríkisráðuneytinu er heimilt að ákveða að ekki megi bjóða, selja né flytja vörur til útlanda nema að fengnu leyfi. Útflutningsleyfi getur ráðuneytið bundið skilyrðum sem nauðsynleg þykja.
     Útflytjendur eru skyldir að veita ráðuneytinu þær upplýsingar, sem það óskar, um allt er varðar sölu og útflutning vara sem seljast eiga til útlanda.

2. gr.
     Ráðherra getur í reglugerð1) sett nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.

1)Rg. 70/1993, sbr. 502/1996.


3. gr.
     Brot gegn ákvæðum laga þessara og reglum, settum samkvæmt þeim, varða sektum. Ef miklar sakir eru eða brot ítrekað má auk sektar dæma sökunaut í varðhald eða fangelsi allt að fjórum árum. Þá má svipta hann atvinnurétti, sbr. 68. gr. almennra hegningarlaga, um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Upptaka eigna skv. 69. gr. almennra hegningarlaga skal og heimil vera.
     Mál út af brotum á lögum þessum fara að hætti opinberra mála.

4. gr.
     Lög þessi öðlast þegar gildi. ...