Menntamálaráðuneytið setur skólanum, að höfðu samráði við rektor og skólanefnd, reglugerð2) um framkvæmd þessara laga, og skal þar m.a. kveðið á um þessi atriði:
- 1.
- Starf og hlutverk skólanefndar, skólastjórnar, rektors, deildarstjóra og fastráðinna kennara.
- 2.
- Deildir skólans og sérgreinar tæknifræðináms (sbr. 6. og 9. gr.).
- 3.
- Inntökuskilyrði, bókleg og verkleg (sbr. 8. gr.).
- 4.
- Námstíma, þ. á m. lengd skólaárs og námsáfanga (sbr. 5. gr.).
- 5.
- Próf, þ. á m. lokapróf, tilhögun prófa, einkunnakröfur, endurtekningu prófa og haustpróf.
1)L. 127/1993, 4. gr.2)Rg. 278/1977
, sbr. 240/1986, 225/1989, 430/1991, 210/1992 og 43/1996.