Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.


Lög um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

1973 nr. 16 13. apríl


1. gr.
     Heimilt skal Dvalarheimili aldraðra sjómanna að stofna happdrætti um bifreiðar, bifhjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús og einstakar íbúðir, húsbúnað, hljóðfæri, búpening, flugvélar og farmiða til ferðalaga.
     Verð happdrættismiða skal ákveðið af ráðherra, að fengnum tillögum frá stjórn Dvalarheimilis aldraðra sjómanna.

2. gr.
     [Dráttur skal fara fram í Reykjavík undir eftirliti nefndar, sem dómsmálaráðherra skipar til þess. Nefndin leggur fullnaðarúrskurð á allan ágreining um lögmæti eða gildi dráttar, bæði meðan dráttur fer fram og eftir að honum er lokið. Kostnað af þessu ber happdrættið. Dregið skal mánaðarlega.]1)

1)L. 53/1976, 1. gr.


3. gr.
     [Heimild þessi gildir til ársloka 1997.
     Ágóði happdrættisins skal renna til byggingarframkvæmda fyrir aldraða á vegum Sjómannadagssamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Heimilt er stjórn samtakanna, sem sér um stjórn og daglegan rekstur happdrættisins, að veita styrk eða lán til annarra bygginga um land allt í þágu aldraðra, svo sem verndaðra þjónustuíbúða, umönnunar- og hjúkrunarheimila og þjónustumiðstöðva fyrir aldraða.]1)

1)L. 24/1987, 1. gr.


4. gr.
     Vinningar í happdrætti þessu skulu undanþegnir hvers konar opinberum gjöldum öðrum en eignarskatti, á því ári, sem þeir falla.

5. gr.
     Ráðherra setur með reglugerð1) nánari ákvæði um starfsemi happdrættisins, þar á meðal um endurskoðun ársreikninga happdrættisins ...2)

1)Rg. 193/1996.2)L. 24/1987, 2. gr.