Heimild bifreiðastjóra til að stunda akstur flutningabifreiða samkvæmt lögum þessum fellur niður við lok 70 ára aldurs þeirra. Þó er heimilt að framlengja atvinnuleyfi til eins árs í senn allt til 75 ára aldurs leyfishafa ef hann telst hæfur til að stunda akstur flutningabifreiða á grundvelli hæfnisprófs og læknisskoðunar eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð.]1)
1)L. 64/1995, 1. gr. Sjá einnig brbákv. í þeim lögum.