Elli-, örorku- og makalífeyrir þeirra lífeyrisþega, sem ekki eiga rétt skv. II. kafla, skal reiknaður á sama hátt og segir í 2. mgr., þó þannig að miðist lífeyrir við fleiri stig en 40 verði einungis sá lífeyrir, er svarar til 40 stiga, reiknaður á þennan hátt, en um afganginn fer eftir ákvæðum 1. mgr. og 25. gr. Nú á lífeyrisþegi rétt skv. II. kafla, en mundi engu að síður fá hærri lífeyri ef farið væri eftir reglu 1. málsl. og skal þá sjóðurinn greiða honum mismuninn.]2)
1)L. 125/1996, 2. gr.2)L. 89/1991, 3. gr.