Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.


Lög um heimild fyrir stjórnarráðið til þess að veita mönnum rétt til þess að vera dómtúlkar og skjalþýðendur

1914 nr. 32 2. nóvember


1. gr.
     Stjórnarráðinu er heimilt að veita mönnum rétt til að vera dómtúlkar og skjalþýðendur.

2. gr.
     Ef maður vill öðlast þann rétt, sem um er rætt í 1. gr., skal hann hafa sannað fyrir stjórnarráðinu, að hann kunni nægilega vel þá tungu, sem hann vill öðlast rétt til að túlka fyrir dómi eða þýða skjöl úr og á, og að hann hafi að öðru leyti þá þekkingu til að bera, er ætla má, að fullnægjandi sé til að leysa þau störf vel af hendi. Heimilt er stjórnarráðinu að skipa prófnefnd og ákveða henni kaup, er greiðist úr landssjóði. Stjórnarráðið skipar fyrir um prófið.1)
     [Heimilt er að synja manni um leyfi skv. 1. gr., ef ákvæði 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga á við um hagi hans.]2)

1)Rg. 26/1989.2)L. 32/1961, 1. gr.


3. gr.
     Nú hefir maður öðlast rétt þann, er um er rætt í 1. gr., og skal hann þá skyldur að vera túlkur á dómþingum og þýða skjöl fyrir menn og stofnanir. Hann skal og heita því við drengskap sinn, að vinna verk sitt eftir bestu vitund, og að ljóstra eigi upp leyndarmálum. Rétt er þó, að aðrir menn séu dómtúlkar og skjalþýðendur, ef þeir eru dómkvaddir til þess í hvert skipti.

4. gr.
     Dómtúlkar og skjalþýðendur skulu sæta sömu viðurlögum fyrir brot sem sýslunarmenn.

5. gr.
     ...1)

1)L. 136/1996, 6. gr.