Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um Strandarkirkju og sandgræðslu í Strandarlandi
1928 nr. 50 7. maí.
1. gr. Af fé Strandarkirkju má á árunum 1928 til 1929 verja allt að 10.000 kr. til sandgræðslu, girðinga og sjógarða í Strandarlandi, en síðan má verja allt að 1000 kr. á ári hverju til viðhalds og græðslu.
2. gr. Um framkvæmd sandgræðslunnar og tillögur til hennar fer að öðru eftir lögum um sandgræðslu.
3. gr. Strandarland skal vera eign Strandarkirkju.
4. gr. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur umsjón með stjórn kirkjufjánna og setur reglur1) um framkvæmd hennar.
1)Rg. 381/1991
.