Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfćrt til febrúar 1997.


Lög um Háskóla Íslands

1990 nr. 131 31. desember


I. kafli.
Hlutverk Háskóla Íslands.
1. gr.
     Háskóli Íslands skal vera vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg frćđslustofnun, er veiti nemendum sínum menntun til ţess ađ sinna sjálfstćtt vísindalegum verkefnum og til ţess ađ gegna ýmsum embćttum og störfum í ţjóđfélaginu.

II. kafli.
Stjórn háskólans.
2. gr.
     Stjórn háskólans er falin háskólaráđi, rektor, deildum, deildarforsetum og framkvćmdastjórum stjórnsýslusviđa. Háskólaráđ hefur, svo sem lög mćla og nánar segir í reglugerđum, úrskurđarvald í málefnum háskólans og háskólastofnana, vinnur ađ ţróun og eflingu ţeirra og markar ţeim heildarstefnu. Háskólaráđ er ćđsti ákvörđunarađili innan háskólans, nema annađ sé ótvírćtt tekiđ fram í lögum eđa reglugerđum.
     Háskólaráđi er heimilt ađ skipa starfsnefndir sem eru ţví til ráđgjafar og ađstođa viđ stefnumótun.
     Rektor er yfirmađur stjórnsýslu háskólans og er ćđsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan. Hann hefur almennt eftirlit međ starfsemi háskólans og hefur frumkvćđi ađ ţví ađ háskólaráđ marki heildarstefnu í málefnum stofnunarinnar.
     Í umbođi rektors, og svo sem lög mćla og nánar segir í reglugerđum, hafa framkvćmdastjórar stjórnsýslusviđa yfirumsjón og eftirlit međ hinni almennu stjórnsýslu háskólans, en deildarforsetar hafa eftirlit međ starfi og stjórnsýslu deilda.
     Sviđ hinnar almennu stjórnsýslu skulu vera: Fjármálasviđ, samskiptasviđ, starfsmannasviđ, bygginga- og tćknisviđ, rannsóknasviđ og kennslusviđ. Framkvćmdastjóri fjármálasviđs ber heitiđ háskólaritari. Hann hefur í umbođi rektors og háskólaráđs heimild til ađ skuldbinda háskólann og háskólastofnanir fjárhagslega, hefur yfirumsjón međ gerđ fjárhagsáćtlunar háskólans og framkvćmd hennar samkvćmt fjárlögum og hefur umsjón međ sjóđum hans. Ábyrgđarsviđ annarra framkvćmdastjóra stjórnsýslusviđa skulu afmörkuđ í reglugerđ.
     Rektor, deildarforsetar og framkvćmdastjórar stjórnsýslusviđa leysa úr ţeim málum sem ţurfa ekki ađ koma fyrir háskólaráđ, háskóladeildir eđa stjórnvöld af laganauđsyn eđa samkvćmt venju.
     Áđur en lögum og reglugerđum, er snerta háskólann eđa háskólastofnanir, verđur breytt eđa viđ ţau aukiđ skal leita umsagnar háskólaráđs um breytingar eđa viđauka, svo og um nýmćli. Nú varđar málefni sérstaklega eina deild og skal háskólaráđ ţá leita álits hennar áđur en ţađ lćtur uppi umsögn sína.
     Háskólinn á stjórnarfarslega undir menntamálaráđherra.

3. gr.
     Rektor er kjörinn til ţriggja ára í senn, og eru skipađir prófessorar í starfi einir kjörgengir. Atkvćđisrétt eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir ţeir, sem fastráđnir eru eđa settir til fulls starfs viđ háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Nú er skipađur háskólakennari í orlofi og annar settur í hans stađ og fer hann ţá međ atkvćđisrétt hins skipađa. Ţá eiga allir stúdentar, sem skrásettir eru í Háskóla Íslands tveimur mánuđum á undan rektorskjöri, atkvćđisrétt. Greidd atkvćđi stúdenta skulu gilda sem einn ţriđji hluti greiddra atkvćđa alls, en greidd atkvćđi annarra atkvćđisbćrra ađila skulu gilda sem tveir ţriđju hlutar greiddra atkvćđa alls.
     Rektorskjör fer fram í aprílmánuđi, en rektor tekur viđ störfum međ byrjun háskólaárs.
     Sá er rétt kjörinn rektor, sem hlotiđ hefur meiri hluta greiddra atkvćđa, sbr. 1. mgr. Ef enginn fćr svo mörg atkvćđi, skal kjósa ađ nýju eftir viku um ţá tvo eđa fleiri, sem flest atkvćđi fengu, og er ţá sá rétt kjörinn, er flest atkvćđi fćr. Séu atkvćđi jöfn, rćđur hlutkesti. Um tilhögun kosningar skal kveđa nánar á í reglugerđ.
     Kjörgengum háskólakennara er skylt ađ taka viđ rektorskjöri, nema sérstök atvik hamli. Nú skorast sá, sem kjörinn hefur veriđ rektor, undan ţví ađ taka viđ kjöri, og metur ţá háskólaráđ, hvort fallist verđi á afstöđu hans. Ef háskólaráđ fellst á sjónarmiđ hins nýkjörna rektors, skal efna hiđ fyrsta til nýrrar rektorskosningar.
     Rektor má endurkjósa, en honum er ekki skylt ađ taka viđ endurkjöri.
     Nú fellur rektor frá eđa lćtur af störfum, áđur en kjörtímabil hans er liđiđ, og skal ţá kjósa nýjan rektor, svo fljótt sem ţví verđur komiđ viđ, en varaforseti háskólaráđs gegni rektorsstörfum ţangađ til. Varaforseti háskólaráđs gegnir og störfum rektors, ef hann forfallast vegna veikinda eđa fćr leyfi frá störfum. Ef varaforseti er forfallađur, gegnir sá deildarforseti rektorsstörfum, sem lengst hefur haft á hendi kennaraembćtti viđ háskólann. Hinn nýkjörni rektor er kosinn til ţriggja ára, en ţađ, sem eftir er háskólaárs, er hann tekur viđ, skal teljast eitt ár.

4. gr.
     [Í háskólaráđi eiga sćti rektor, forsetar háskóladeilda, tveir fulltrúar, kjörnir til tveggja ára í senn í skriflegri atkvćđagreiđslu á vegum Félags háskólakennara úr hópi ţeirra félagsmanna sem ekki eru kjörgengir til starfa deildarforseta, og fjórir fulltrúar stúdenta, kjörnir hlutfallskosningu í sérstökum kosningum til tveggja ára í senn. Kjörinn skal einn fulltrúi Félags háskólakennara og tveir fulltrúar stúdenta árlega. Einnig eiga setu á fundum ráđsins háskólaritari, landsbókavörđur og einn kjörinn fulltrúi starfsmanna í stjórnsýslu Háskólans.]1) Rektor er forseti ráđsins, en varaforseta og ritara kýs ráđiđ úr hópi deildarforseta til eins árs í senn.
     Nú má deildarforseti ekki sćkja fund vegna forfalla eđa af öđrum ástćđum og tekur ţá sá kennari, sem kosinn hefur veriđ deildarforseti til vara, sbr. 13. gr., sćti hans í ráđinu. Ef ţess manns nýtur ekki, kveđur rektor til fundarsetu ţann prófessor úr deild ţeirri, sem í hlut á, er lengst hefur gegnt kennaraembćtti í deildinni. Sömu reglur gilda, er deildarforseti gegnir rektorsstörfum í viđlögum, sbr. 3. gr.
     Nú mega fulltrúar stúdenta eđa fulltrúar, er Félag háskólakennara tilnefnir, ekki sćkja fund háskólaráđs, og taka varamenn ţeirra, sem nefndir eru međ sama hćtti og ađalmenn, ţá sćti ţess, sem forfallađur er.

1)L. 71/1994, 13. gr.


5. gr.
     Háskólaráđ heldur fundi eftir ţörfum. Ćski tveir menn úr háskólaráđi fundar, er rektor skylt ađ bođa til hans, svo og ef einn ţriđji hluti fastráđinna og settra kennara háskólans ćskir fundar. Nú er fundur bođađur ađ frumkvćđi kennara, sem eiga ekki sćti í ráđinu, og er ţeim ţá rétt ađ senda fulltrúa, einn eđa fleiri eftir ákvörđun rektors, á fundinn. Hafa slíkir fulltrúar málfrelsi á fundinum, en atkvćđisrétt eiga ţeir ekki.
     Háskólaráđ er ekki ályktunarfćrt, nema tveir ţriđju hlutar atkvćđisbćrra háskólaráđsmanna sćki fund hiđ fćsta. Afl atkvćđa rćđur úrslitum mála. Ef atkvćđi eru jöfn, sker atkvćđi rektors úr eđa ţess, er gegnir forsetastörfum.

6. gr.
     Rektor eđa háskólaráđ geta bođađ til almenns kennarafundar til umrćđna um einstök málefni háskólans eđa stofnana hans. Nú ćskir einn ţriđji hluti prófessora, dósenta og lektora fundar, og er rektor ţá skylt ađ bođa til hans. Allir kennarar háskólans eiga rétt á ađ sćkja almenna kennarafundi og njóta atkvćđisréttar ţar. Ályktanir kennarafunda eru ekki bindandi fyrir háskólaráđ.

7. gr.
     Háskólaráđ rćđur framkvćmdastjóra stjórnsýslusviđa til fimm ára í senn. Rektor rćđur annađ starfsliđ almennrar stjórnsýslu eftir ţví sem fé er veitt til. Deildarforsetar ráđa starfsliđ einstakra deilda ađ höfđu samráđi viđ rektor og eftir ţví sem fé er veitt til.
     Háskólaráđ skipar umsjónarmann međ byggingum háskólans og innanstokksmunum.
     Um starfsliđ háskólabókasafns segir í 36. gr. laga ţessara, en um starfsliđ annarra stofnana háskólans og fyrirtćkja fer eftir ţví, sem segir í lögum eđa samţykktum ţeirra.

8. gr.
     Heimilt er ađ kveđa nánar á í reglugerđ1) um starfssviđ og starfshćtti háskólaráđs, rektors og framkvćmdastjóra stjórnsýslusviđa. Háskólaráđ setur öđru starfsliđi stjórnsýslu erindisbréf.

1)Rg. A 98/1993. Sjá einnig neđanmgr. međ 40. gr. ţ.l. um breytingar á reglugerđinni.


III. kafli.
Háskólakennarar og háskóladeildir.
9. gr.
     Háskóladeildir eru grunneiningar háskólans. Innan ţeirra fer fram kennsla, rannsóknir og stjórnun. Deildir eru sjálfráđar um eigin málefni innan ţeirra marka er sameiginlegar reglur háskólans setja. Reglubundiđ mat skal fara fram á starfi deilda.
     Í Háskóla Íslands eru ţessar deildir: Guđfrćđideild, lćknadeild, lagadeild, heimspekideild, verkfrćđideild, viđskipta- og hagfrćđideild, tannlćknadeild, félagsvísindadeild og raunvísindadeild.
     Viđ háskólann starfa rannsóknastofnanir samkvćmt ákvörđun háskóladeilda og háskólaráđs og međ samţykki menntamálaráđherra, og skulu ţćr ađ jafnađi heyra undir háskóladeild. Í reglugerđ1) eđa samţykktum má m.a. kveđa á um starfssviđ stofnunar, stjórn hennar og tengsl viđ háskóladeild og háskólaráđ.
     Heimilt er ađ stofna til námsbrauta, sem veiti sérhćfđa menntun, er leiđi til háskólaprófs, ţegar svo stendur á, ađ náminu verđur ekki komiđ fyrir innan háskóladeilda. Háskólaráđ kveđur á um stofnun slíkra námsbrauta međ samţykki menntamálaráđherra, ađ fengnum tillögum um námsskipan og stjórn. Nánari ákvćđi um námsbraut skulu sett í reglugerđ háskólans.

1)Rg. 190/1974 (Lagastofnun); rg. 191/1974 (Líffrćđistofnun); rg. 233/1974 (Mannfrćđistofnun); rg. 318/1975 (Guđfrćđistofnun); rg. 537/1975, sbr. 689/1981 (Raunvísindastofnun); rg. 598/1982 (stofnun í erlendum tungumálum); rg. 599/1982 (Heimspekistofnun); rg. 89/1983 (rannsóknastofnanir viđ heimspekideild HÍ); rg. 243/1985 (Félagsvísindastofnun); rg. 410/1986 (Stofnun Sigurđar Nordals); rg. 449/1988 (rannsóknastofnun í siđfrćđi); rg. 188/1989 (Hagfrćđistofnun); rg. 125/1990 (Rannsóknastofa í kvennafrćđum); rg. 139/1990 (Reiknistofnun); rg. 212/1990 (Alţjóđamálastofnun HÍ); rg. 211/1992 (Viđskiptafrćđistofnun HÍ); rg. 105/1993 (Verkfrćđistofnun); rg. 333/1995 (Lífeđlisfrćđistofnun HÍ).


10. gr.
     Kennarar háskólans eru prófessorar, dósentar, lektorar, ţ. á m. erlendir lektorar, ađjúnktar og stundakennarar.
     Prófessorar, dósentar og lektorar skulu vera ţeir, sem hafa kennslu og rannsóknir viđ háskólann ađ ađalstarfi.
     Nú hefur háskólinn ekki tök á ađ koma upp rannsóknaađstöđu í tiltekinni kennslugrein, og má ţá samkvćmt tillögu háskólaráđs og viđkomandi háskóladeildar tengja slíka kennarastöđu tiltekinni stöđu eđa starfsađstöđu viđ opinbera stofnun utan háskólans, enda sé slík tilhögun heimiluđ í reglum stofnunarinnar eđa samţykkt af stjórn hennar. Um [ráđningu í slíkt kennarastarf]1) fer eftir lögum og reglugerđ fyrir háskólann. [Ráđning í slíkt starf má vera tímabundin til allt ađ tveggja ára í senn.]1) Viđ [ráđningu]1) skal starfsheiti ákveđiđ og kveđiđ á um starfsskyldur, eftir ţví sem tilefni er til. Ţess skal jafnan gćtt, ađ starfsađstađa og starfsskyldur fullnćgi ţeim kröfum, sem gera verđur samkvćmt háskólalögum ađ fylgi slíkri stöđu. Nánari ákvćđi um fyrirkomulag ţeirra [ráđninga],1) sem hér um rćđir, má setja í reglugerđ, eftir ţví sem nauđsynlegt ţykir. Heimild ţessarar málsgreinar nćr ekki til [prófessorsstarfs],1) sbr. ţó 38. gr.
     [Heimilt er, međ samţykki háskólaráđs ađ tillögu háskóladeildar, ađ ráđa dósent eđa lektor tímabundinni ráđningu til allt ađ tveggja ára í senn. Um tilhögun slíkrar ráđningar skal setja ákvćđi í reglugerđ.]1)
     Háskólaráđ setur meginreglur um starfsskyldur háskólakennara og leysir úr ţví, hvernig starfsskylda einstakra kennara skuli skiptast, sbr. nánar í 1. mgr. 18. gr.
     Ađjúnktar eru ráđnir [tímabundiđ til allt ađ tveggja ára í senn]1) og taka ţeir mánađar- eđa árslaun. Stundakennarar svo og styrkţegar eru ráđnir til skemmri tíma og taka stundakennslulaun, mánađar- eđa árslaun. Í hvert skipti, er nýr kennari rćđst ađ háskólanum, skal afmarka stöđu hans međ starfsheiti.
     Í reglugerđ má mćla fyrir um starfsheiti fastráđinna starfsmanna háskólastofnana.
     Dósentar og lektorar, sem nú starfa viđ háskólann og skipađir voru fyrir gildistöku laga nr. 22/1969, halda starfsheitum sínum.

1)L. 150/1996, 15. gr.


11. gr.
     [Ráđherra rćđur prófessora, en rektor rćđur dósenta og lektora.]1) Eftir ţví sem fé er veitt til á fjárlögum rćđur háskólaráđ ađjúnkta og erlenda lektora ađ fengnum tillögum háskóladeildar, en háskóladeild stundakennara og styrkţega.
     Umsćkjendur um [prófessorsstörf],1) dósentsstörf og lektorsstörf skulu láta fylgja umsókn sinni rćkilega skýrslu um vísindastörf ţau, er ţeir hafa unniđ, ritsmíđar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.
     Skipa skal hverju sinni ţriggja manna nefnd til ţess ađ dćma um hćfi umsćkjenda til ađ gegna ...1) starfinu. Háskólaráđ skipar einn nefndarmann, menntamálaráđherra annan, en deild sú, sem hann á ađ starfa viđ, hinn ţriđja, og er hann formađur. Í nefnd ţessa má skipa ţá eina, er lokiđ hafa háskólaprófi á hlutađeigandi frćđasviđi, eđa eru ađ öđru leyti viđurkenndir sérfrćđingar á ţví sviđi. Dómnefndarmenn skulu, eftir ţví sem viđ á, uppfylla hin sérstöku dómaraskilyrđi ...2) Háskólaráđ skipar ritara dómnefnd til ráđuneytis, leiđbeiningar og annarrar ađstođar. Háskólaráđ setur reglur um starfshćtti dómnefndar og hlutverk ritara og skulu ţćr lagđar fyrir menntamálaráđherra til stađfestingar.
     Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um ţađ hvort af vísindagildi rita umsćkjenda og rannsókna svo og námsferli ţeirra og störfum megi ráđa ađ ţeir séu hćfir til ađ gegna ...1) starfinu. Leita skal álits hlutađeigandi skorar áđur en háskóladeild fjallar um umsćkjendur sem dómnefnd telur hćfa. Eiga fulltrúar stúdenta á skorar- og deildarfundi ţá ekki atkvćđisrétt. Engum má veita [prófessorsstarf],1) dósentsstarf eđa lektorsstarf viđ Háskólann nema meiri hluti dómnefndar telji hann hćfan og meiri hluti viđstaddra á deildarfundi greiđi honum atkvćđi í ...1) starfiđ. Ef fleiri umsćkjendur en tveir eru í kjöri viđ atkvćđagreiđsluna á deildarfundi og enginn ţeirra hlýtur meiri hluta viđ fyrstu atkvćđagreiđslu skal kosiđ á ný milli ţeirra tveggja sem flest atkvćđi hlutu. Nú fellst menntamálaráđherra ekki á tillögu deildarfundar og skal ţá auglýsa ...1) starfiđ ađ nýju.
     Heimilt er ađ kveđa svo á í reglugerđ ađ framangreind ákvćđi skuli gilda um sérfrćđinga viđ rannsóknastofnanir eđa ađrar háskólastofnanir.
     Heimilt er ađ flytja lektor í dósentsstöđu og dósent í [prófessorsstarf]1) samkvćmt nánari ákvćđum í reglugerđ.
     Háskólaráđ getur lagt til ađ forstöđumađur háskólastofnunar sé fluttur í [prófessorsstarf]1) eftir sömu reglum og gilda um flutning dósents í [prófessorsstarf].1)

1)L. 150/1996, 16. gr.2)L. 91/1991, 160. gr.


12. gr.
     [Ţegar sérstaklega stendur á getur rektor, samkvćmt tillögu háskóladeildar og međ samţykki háskólaráđs, bođiđ vísindamanni ađ taka viđ kennarastarfi viđ háskólann án ţess ađ ţađ sé auglýst laust til umsóknar.
     Rektor skal heimilt, samkvćmt tillögu háskóladeildar, ađ auglýsa kennarastarf laust til umsóknar, svo ađ starfiđ verđi veitt ári áđur en hinn nýráđni kennari hefur kennslu sína. Kveđa skal á um ţađ hverju sinni frá hvađa tíma launagreiđslur hins nýráđna kennara hefjist.]1)

1)L. 150/1996, 17. gr.


13. gr.
     Hver háskóladeild velur úr hópi prófessora deildarinnar deildarforseta og annan til vara. Deildarforseti á sćti í háskólaráđi, en varaforseti tekur sćti hans ţar eftir reglum 4. gr.
     Deildarforseta og varaforseta skal kjósa til tveggja ára í senn. Kjörgengum kennurum er skylt ađ taka viđ kosningu til deildarforsetastarfa og til starfa varadeildarforseta. Endurkjósa má deildarforseta, en rétt hefur hann til ađ skorast undan endurkjöri. Sá, sem gegnt hefur embćtti rektors, getur og skorast undan kjöri til deildarforsetastarfa nćsta kjörtímabil, eftir ađ hann lét af rektorsstörfum. Nú fellur deildarforseti frá eđa lćtur af störfum, og skal ţá kjósa deildarforseta og varaforseta fyrir ţann hluta kjörtímabils, sem eftir er.

14. gr.
     Hver háskóladeild heldur fundi eftir ţörfum. Deildarforseti bođar fundi, og eiga ţar sćti prófessorar, dósentar og lektorar, sbr. 10. gr. 1. mgr., svo og forstöđumenn vísindastofnana, er lúta deildinni, og er ţeim skylt ađ sćkja fundi. Enn fremur eiga ţar sćti ţrír fulltrúar stúdenta í deildum, ţar sem tala annarra, sem rétt hafa til fundarsetu međ atkvćđisrétti samkvćmt lögum eđa deildarsamţykktum, er tólf eđa fćrri, og síđan einn fulltrúi stúdenta fyrir hverja sex til viđbótar. Háskóladeild er heimilt ađ ákveđa, ađ dósentar og lektorar í hlutastarfi, svo og ađjúnktar, megi sitja deildarfundi međ atkvćđisrétti.
     Kennari, sem menntamálaráđherra veitir lausn undan kennsluskyldu, skal jafnframt vera undan ţeirri skyldu ţeginn ađ sćkja deildarfundi, enda á hann ekki atkvćđisrétt á fundum, međan lausnin stendur. Heimilt er ađ veita lausn undan kennsluskyldu međ ţeim áskilnađi, ađ skyldur og réttindi til stjórnunarstarfa séu óbreytt. Kennari, sem háskólaráđ hefur veitt rannsóknarleyfi samkvćmt kjarasamningi, skal eiga rétt til setu á deildarfundi međ fullum réttindum, ef hann ćskir ţess.
     Nú er fjallađ sérstaklega um kennslugreinar kennara, sem ekki eiga sćti á deildarfundi, og skal deildarforseti ţá bođa ţá á deildarfund og gefa ţeim kost á ađ rćđa ţađ málefni, en atkvćđisrétt eiga ţeir ekki.
     Heimilt er ađ ákveđa í reglugerđ ađ deild sé skipt í skorir eftir kennslugreinum og fjalli hver skor um málefni kennslugreinarinnar eftir ţví sem nánar segir í reglugerđ. Enn fremur eiga ţar sćti tveir fulltrúar stúdenta í skor ţar sem tala annarra, sem rétt hafa til fundarsetu međ atkvćđisrétti, er átta eđa fćrri og síđan einn fulltrúi stúdenta fyrir hverja fimm til viđbótar.
     Heimilt er ađ setja ákvćđi í reglugerđ um stjórnunarnefnd í háskóladeild (deildarráđ) og skal ţá m.a. kveđa á um fjölda nefndarmanna, starfssviđ og starfshćtti. Í deildarráđi skulu sitja tveir fulltrúar stúdenta ţar sem tala annarra, sem rétt hafa til fundarsetu međ atkvćđisrétti, er átta eđa fćrri og síđan einn fulltrúi stúdenta fyrir hverja fimm til viđbótar. Heimilt er háskóladeild á fundi ađ afsala sér ákvörđunarvaldi í tilteknum málum eđa málaflokkum til slíkrar stjórnarnefndar og afturkalla heimildina ađ ţví er varđar mál er eigi hafa hlotiđ afgreiđslu í nefndinni.
     Rektor er heimilt ađ taka ţátt í međferđ mála í öllum deildum, en atkvćđisrétt á hann ţó ađeins í sinni deild.

15. gr.
     Deildarforseta er skylt ađ bođa til deildarfundar, ef rektor eđa ţriđjungur deildarmanna, sem rétt eiga á fundarsetu, ćskja fundar.
     Deildarfundur er ályktunarfćr, ef fund sćkja eigi fćrri en helmingur atkvćđisbćrra manna. Nú eru atkvćđi jöfn, og rćđur ţá atkvćđi deildarforseta, eđa ţess, er gegnir forsetastörfum.
     Deildarforseti hefur yfirumsjón međ ađ ákvarđanir deilda og deildarráđs séu framkvćmdar. Hann er yfirmađur stjórnsýslu deildar. Hann hefur frumkvćđi ađ mótun heildarstefnu fyrir deild, gerđ fjárhagsáćtlunar og forgangsröđ verkefna. Hann hefur eftirlit međ notkun fjárveitinga. Hann skal stuđla ađ samstarfi og samrćmingu viđ ađrar deildir og stjórnsýslusviđ.

16. gr.
     Hver deild eđa námsbraut semur kennsluskrá fyrir sig og skal ţar gerđ grein fyrir námsefni, kennsluháttum, prófkröfum, stjórn deildar- og námsbrautamála og félagsmálum stúdenta. Viđ hverja deild, skor og námsbraut skulu starfa ráđgefandi námsnefndir sem jafnmargir kennarar og nemendur eiga sćti í. Hlutverk námsnefnda er ađ fjalla um tillögur um námsefni í hverri kennslugrein, semja umsagnir og tillögur um námsskipan og kennslufyrirkomulag greinar.

IV. kafli.
Kennsla og nemendur.
17. gr.
     [Háskólaáriđ telst frá 5. september til jafnlengdar nćsta ár. Kennsluár Háskólans skiptist í tvö kennslumissiri, haustmissiri og vormissiri. Missiraskipting, leyfi og önnur kennsluhlé skulu ákveđin í reglugerđ. Háskólaráđi er heimilt ađ ákveđa sérstaka missiraskiptingu fyrir einstakar deildir og námsbrautir.]1)

1)L. 133/1990, 1. gr.


18. gr.
     Háskólaráđ ákveđur, ađ fenginni umsögn háskóladeildar, hvernig starfsskylda einstakra háskólakennara skuli skiptast milli kennslu og annarra starfsţátta. Nú unir kennari ekki úrlausn háskólaráđs, og má hann ţá skjóta úrlausninni til menntamálaráđherra, sem leysir til fullnađar úr ţessu efni.
     Rektor á rétt á ađ vera leystur ađ fullu undan stöđu sinni sem prófessor međan hann gegnir rektorsembćttinu. Rektor gerir ađ fenginni umsögn deildar tillögu til menntamálaráđherra um hvern setja skuli í stöđuna.
     Deildarforsetar eiga rétt á ađ vera leystir undan skyldum í sínu fasta starfi ađ nokkru eđa öllu leyti. Rektor ákveđur međ samţykki menntamálaráđherra hvernig ráđstafa skuli starfsskyldum ţeirra.

19. gr.
     Rektor getur međ samţykki deildarforseta veitt kennurum leyfi í bili frá störfum, allt ađ fjórum vikum, svo og tilflutning á skyldustörfum innan háskólaársins. Endranćr er menntamálaráđherra heimilt, međ samţykki rektors, ađ fenginni umsögn háskóladeildar, ađ veita kennara leyfi frá störfum ađ hluta eđa ađ öllu leyti um tiltekinn tíma. Kennari sá, er sćkir um leyfi í eitt ár eđa skemur, getur tilnefnt kennara í sinn stađ međ samţykki háskóladeildar í ţeim tilvikum ţegar leyfiđ í heild varir eigi lengri tíma en eitt ár. Vari leyfi lengur en eitt ár skal háskóladeild taka afstöđu til ţess hvernig međ stöđuna skuli fara og gera um ţađ tillögu til ráđherra.

20. gr.
     Fyrirlestrar, ćfingar og námskeiđ eru fyrir skrásetta stúdenta, en kennara er heimilt ađ veita öđrum kost á ađ sćkja slíka kennslu, nema háskólaráđ mćli öđruvísi fyrir.

21. gr.
     Hver sá, sem stađist hefur fullnađarpróf frá íslenskum skóla, sem heimild hefur til ađ brautskrá stúdenta, á rétt á ađ vera skrásettur háskólaborgari, gegn ţví ađ greiđa skrásetningargjald.
     Rektor getur leyft, ađ skrásettir verđi til náms menn, sem lokiđ hafa erlendis prófi eđa prófum, er tryggja nćgan undirbúning til námsins eigi miđur en íslenskt stúdentspróf.
     Háskólaráđi er heimilt samkvćmt umsókn og ađ fengnum tillögum ţeirrar deildar, er í hlut á, ađ leyfa skrásetningu einstaklinga, er lokiđ hafa öđru fullnađarprófi frá menntaskóla en stúdentsprófi. Ţá er háskólaráđi og heimilt samkvćmt umsókn ađ leyfa skrásetningu einstaklinga er lokiđ hafa öđru námi hérlendis međ ţeim árangri, sem hlutađeigandi deild eđa námsbraut telur nćgja til framhaldsnáms viđ Háskóla Íslands, enn fremur skal rektor vera ţessum ráđstöfunum međmćltur.
     Raungreinadeildarpróf frá Tćkniskóla Íslands veitir einnig rétt til skrásetningar til verkfrćđináms, međ fyrrgreindum skilyrđum. Heimilt er ađ setja í reglugerđ ákvćđi um, ađ ákveđin próf frá íslenskum skólum veiti rétt til skrásetningar í tiltekiđ nám viđ háskólann, enda hafi prófin veriđ metin jafngildi stúdentsprófs til undirbúnings viđkomandi námi.
     Heimilt er ađ setja í reglugerđ ákvćđi um inntöku stúdenta í einstakar deildir.
     [Viđ skrásetningu til náms greiđir stúdent skrásetningargjald, 24.000 kr. Upphćđ gjaldsins kemur til endurskođunar viđ afgreiđslu fjárlaga ár hvert. Háskólaráđi er heimilt ađ ráđstafa allt ađ 13% af gjaldinu til Félagsstofnunar stúdenta og allt ađ 10% til sérstakra verkefna samkvćmt samningi milli Háskólans og stúdentaráđs Háskóla Íslands sem háskólaráđ stađfestir. Heimilt er ađ taka 15% hćrra gjald af ţeim sem fá leyfi til skrásetningar utan skrásetningartímabila.
     Ţeir teljast einir stúdentar viđ Háskóla Íslands sem skrásettir hafa veriđ til náms. Í reglugerđ má kveđa nánar á um árlega skrásetningu stúdenta.]1)

1)L. 29/1996, 1. gr.


22. gr.
     Ákvćđi um heilbrigđisskilyrđi í sambandi viđ skrásetningar háskólastúdenta má setja í reglugerđ.
     Öllum skrásettum stúdentum er skylt ađ ganga undir heilbrigđisrannsóknir eftir ţví, sem háskólaráđ áskilur.

23. gr.
     Ákvćđi um eftirlit međ námsástundun háskólastúdenta má setja í reglugerđ háskólans.

24. gr.
     Háskólaráđ getur veitt stúdent áminningu eđa vikiđ honum úr skóla um tiltekinn tíma eđa ađ fullu, ef hann hefur gerst sekur um brot á lögum eđa öđrum reglum háskólans.
     Áđur en brottrekstur er ráđinn, skal leita umsagnar háskóladeildar stúdents. Veita skal stúdent kost á ađ svara til saka. Enn fremur skal leita umsagnar stjórnar í deildarfélagi stúdents.
     Brottrekstur skal ţegar í stađ tilkynna menntamálaráđuneytinu. Stúdent er heimilt ađ skjóta úrskurđi háskólaráđs til menntamálaráđherra. Kćra frestar framkvćmd úrskurđar, en stúdent má ţó ekki ganga undir próf, međan á málskoti stendur.
     Nú tekur stúdent sig á, og er háskólaráđi ţá heimilt ađ fella brott fyrri úrskurđ um brottrekstur.

25. gr.
     Hljóti stúdent dóm fyrir refsivert brot, er hefur flekkun mannorđs í för međ sér skv. 2. gr. l. nr. 52/1959,1) er háskólaráđi heimilt ađ víkja honum úr skóla. Stúdentinn getur skotiđ ţeirri ákvörđun til menntamálaráđherra, međ ţeim hćtti, er segir í 24. gr. Heimilt er háskólaráđi ađ víkja stúdent úr skóla um stundarsakir, međan rannsókn á slíku máli stendur yfir.

1)l. 80/1987.


26. gr.
     Afskipti háskólans af háskólastúdent hćtta, er stúdent lýkur fullnađarprófi í grein sinni eđa prófi, er sérstakur lćrdómstitill er viđ tengdur, enda haldi hann ekki áfram óslitiđ námi í grein sinni til ćđri prófstiga. Nú er mćlt fyrir um, ađ stúdentar skuli skrá sig til náms hvert háskólaár, sem ţeir stunda nám viđ skólann, og falla ţeir ţá niđur af stúdentatali, ef ţeir láta ekki skrá sig til náms.
     Nú óskar stúdent ađ gera hlé á námi sínu heilt kennsluár eđa lengur, og skal hann ţá leita heimildar viđkomandi háskóladeildar eđa námsbrautar og skrá sig árlegri skrásetningu, međan á leyfistíma stendur, enda sé gćtt ákvćđa um tímamörk náms.

V. kafli.
Próf.
27. gr.
     Í reglugerđ háskólans skal setja ákvćđi um prófgreinar, próftíma, skiptingu fullnađarprófs í fleiri en einn hluta, undirbúningspróf, einkunnir og annađ, er ađ prófunum lýtur.
     Heimilt er í reglugerđ ađ kveđa á um hámarkstímalengd í námi eđa einstökum hlutum ţess og um afleiđingar, ef ţeim ákvćđum er ekki fullnćgt.
     Nú stenst stúdent ekki próf, gengur frá ţví, eftir ađ hann hefur byrjađ próf, eđa kemur ekki til prófs og hefur ekki bođađ forföll, og er honum ţá heimilt ađ ţreyta prófiđ ađ nýju innan árs. Háskóladeild getur ţó veitt undanţágu frá ákvćđum ţessarar málsgreinar, ef sérstaklega stendur á.
     Í reglugerđ má mćla fyrir um rétt manna, sem stađist hafa próf, til ađ endurtaka prófiđ.

28. gr.
     Háskólakennarar standa fyrir prófum, en hver deild rćđur tilhögun prófa hjá sér, ađ svo miklu leyti sem ekki eru sett bindandi ákvćđi um ţađ í lögum eđa reglugerđ.
     Munnleg próf skulu háđ í heyranda hljóđi. Ţó er háskóladeild heimilt, ef sérstaklega stendur á, ađ ákveđa, ađ slíkt próf skuli halda fyrir luktum dyrum.

29. gr.
     Viđ munnleg próf, sem teljast til fullnađarprófs, skal vera einn prófdómari utan háskólans. Skrifleg próf dćma hlutađeigandi kennarar einir.
     Stúdent á rétt til ađ fá útskýringar kennara á mati skriflegrar úrlausnar sinnar, ef hann ćskir ţess innan 15 daga frá birtingu einkunnar. Vilji stúdent, sem ekki hefur stađist próf, ţá eigi una mati kennarans, getur hann snúiđ sér til viđkomandi deildarforseta. Skal ţá prófdómari skipađur í hverju tilviki. Einnig getur kennari eđa meiri hluti nemenda, telji ţeir til ţess sérstaka ástćđu, óskađ skipunar prófdómara í einstöku prófi.
     Menntamálaráđherra skipar prófdómendur ađ fengnum tillögum háskóladeildar. Ţá eina má skipa prófdómara, sem lokiđ hafa viđurkenndu fullnađarprófi viđ háskóla í ţeirri grein, sem dćma skal, eđa getiđ hafa sér orđstír fyrir frćđimennsku í greininni. Prófdómendur skulu skipađir til ţriggja ára í senn, nema skipun sé samkvćmt 2. mgr. hér á undan.
     Sé ekki völ á prófdómara hérlendis utan háskólans, er fullnćgir skilyrđum 3. mgr. hér á undan, er menntamálaráđherra rétt ađ skipa háskólakennara til starfans ađ fenginni tillögu háskóladeildar.

30. gr.
     Forseti háskóladeildar metur, ađ höfđu samráđi viđ greinarkennara, hvort viđurkenna skuli háskólapróf, sem stúdent hefur tekiđ erlendis, og ađ hverju leyti. Setja má almenn ákvćđi í reglugerđ um viđurkenningu erlendra prófa.

VI. kafli.
Doktorar og meistarar.
31. gr.
     Háskóladeildir hafa rétt til ađ veita doktorsnafnbót. Slíka nafnbót má veita annađhvort í heiđursskyni eđa ađ undangengnu sérstöku prófi. Doktorsnafnbót í heiđursskyni verđur ekki veitt nema međ samţykki 3/4 hluta allra atkvćđisbćrra deildarmanna og međ samţykki háskólaráđs. Háskóladeildir standa fyrir doktorsprófi. Fulltrúar stúdenta á deildarfundum eiga ađeins atkvćđisrétt um veitingu doktorsnafnbóta í heiđursskyni.

32. gr.
     Sá, er ćskir doktorsnafnbótar, skal ađ jafnađi hafa lokiđ kandídatsprófi eđa embćttisprófi.

33. gr.
     Sá, er ćskir ađ taka doktorspróf, skal láta fylgja umsókn sinni vísindalega ritgerđ eđa ritgerđir, enda varđi ritgerđir, ef ţví er ađ skipta, sama meginrannsóknarsviđ og myndi nokkra heild. Umsókn skal stíluđ til hlutađeigandi háskóladeildar.
     Í reglugerđ skulu settar reglur um doktorspróf.

34. gr.
     Hver sá, er hlotiđ hefur doktorsnafnbót frá háskólanum, á rétt á ađ halda ţar fyrirlestra í vísindagrein sinni, en tilkynna verđur hann ţađ háskólaráđi.
     Nú ţykir doktor misbeita ţessum rétti sínum, og getur ţá háskólaráđ svipt hann réttinum.

35. gr.
     Háskólaráđ getur ákveđiđ í samţykkt samkvćmt tillögum háskóladeildar, ađ heimilt sé ađ ganga undir meistarapróf í grein, ađ loknu embćttis- eđa kandídatsprófi. Prófiđ er fólgiđ í samningu ritgerđar eđa ritgerđa, og má áskilja, ađ umsćkjandi gangi einnig undir munnlegt próf í tilteknum greinum og haldi opinbera fyrirlestra. Ritgerđ skal skila til ţeirrar háskóladeildar, sem í hlut á.
     Nánari reglur um meistarapróf skal setja í reglugerđ.

VII. kafli.
Stofnanir háskólans og eigur hans.
36. gr.
     Háskólaráđ hefur yfirumsjón međ einstökum háskólastofnunum, ...1) fyrirtćkjum háskólans, svo sem kvikmyndahúsi, og međ sjóđum skólans og öđrum eignum.
     Í tengslum viđ skrifstofu háskólans starfar ţjónustumiđstöđ sem annast gerđ samninga milli ađila innan háskólans og utan um einstök verkefni. Allir meiri háttar samningar eru háđir samţykki háskólaráđs.
     Háskólanum skal heimilt međ samţykki háskólaráđs og menntamálaráđherra ađ eiga ađild ađ rannsóknar- og ţróunarfyrirtćkjum er séu hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eđa félög međ takmarkađa ábyrgđ og stundi framleiđslu og sölu, sem lýtur ađ slíkri starfsemi, í ţví skyni ađ ţróa hugmyndir og hagnýta niđurstöđur rannsókna og ţjónustuverkefna sem háskólinn vinnur ađ hverju sinni.
     Heimilt er háskólaráđi, ađ fenginni stađfestingu menntamálaráđherra, ađ starfrćkja endurmenntunarstofnun er hafi ađ meginhlutverki ađ standa fyrir endurmenntun háskólamanna. Slík endurmenntunarstofnun starfi í nánum tengslum viđ allar deildir háskólans. Háskólaráđ getur heimilađ ađ félög háskólamanna og ađrir skólar á háskólastigi taki ţátt í stjórn stofnunarinnar, ađ fengnu samţykki menntamálaráđherra. Nánar skal kveđiđ á um starfssviđ og stjórn slíkrar stofnunar í reglugerđ.2)
     Viđ Háskóla Íslands skal starfrćkt námsráđgjöf sem sérstök háskólastofnun. Háskólaráđ setur reglur um stjórn stofnunarinnar og starfsemi.
     Háskólanum skal heimilt ađ eiga og reka lyfjabúđ til kennslu og rannsókna í lyfjafrćđi lyfsala.
     ...1)
     Háskólaráđ setur einstökum fyrirtćkjum háskólans samţykktir.
     Um stjórn sjóđa fer eftir ţví, sem stofnskrár eđa ađrar samţykktir mćla fyrir um.
     Um tengsl Tilraunastöđvar Háskóla Íslands í meinafrćđi ađ Keldum viđ háskólann fer eftir ţví, sem segir í lögum nr. 67 11. maí 1990.

1)L. 71/1994, 13. gr.2)Rg. 540/1991.


VIII. kafli.
Kennaraembćtti og kennarastöđur viđ Háskóla Íslands.
37. gr.
     Ný prófessorsembćtti verđa stofnuđ međ lögum eđa međ ákvörđun menntamálaráđherra, ađ fengnum tillögum háskólaráđs og háskóladeildar, ţegar fé er veitt til á fjárlögum.

38. gr.
     Prófessorar, dósentar og lektorar í tilteknum kennslugreinum geta jafnframt haft starfsađstöđu viđ opinberar stofnanir utan háskólans, ef háskólinn hefur ekki tök á ađ koma upp slíkri ađstöđu í viđkomandi frćđigrein. Ţess skal jafnan gćtt, ađ starfsađstađa og starfsskyldur fullnćgi ţeim kröfum, sem gerđar eru um slíkar stöđur, samkvćmt háskólalögum. Heimild til slíkra starfa má ađeins veita međ samţykki háskólaráđs og viđkomandi háskóladeildar í hverju einstöku tilviki.
     Prófessorarnir í lyflćknisfrćđi og handlćknisfrćđi veita forstjórn lyflćknis- og handlćknisdeildum Landspítalans, prófessorinn í geđlćknisfrćđi skal vera forstöđumađur geđveikrahćlisins á Kleppi, uns komiđ hefur veriđ á fót fleiri sjúkradeildum fyrir geđveika, og prófessorinn í meinafrćđi veitir jafnframt forstöđu rannsóknarstofu í meinafrćđi.
     Prófessorinn í heilbrigđisfrćđi skal auk kennslunnar í ţeirri grein annast heilbrigđislegar rannsóknir fyrir heilbrigđisstjórnina, ţar á međal, manneldisrannsóknir í samráđi viđ manneldisráđ. Prófessorinn í fćđingarhjálp og kvensjúkdómum veitir forstjórn fćđingardeild Landspítalans, og prófessorinn í röntgenfrćđi veitir forstjórn röntgendeild Landspítalans.

IX. kafli.
Kennsla í lyfjafrćđi lyfsala.
39. gr.
     Viđ lćknadeild skal stofna til kennslu í lyfjafrćđi lyfsala (pharmacia), og skal kveđa á um námstilhögun í reglugerđ.

X. kafli.
40. gr.
     Menntamálaráđherra leitar stađfestingar forseta Íslands á reglugerđ1) fyrir háskólann, ađ fengnum tillögum háskólaráđs. Í reglugerđinni er heimilt ađ kveđa nánar á um framkvćmd laga ţessara. Reglugerđarákvćđi ţau, sem í gildi eru viđ gildistöku laganna, halda gildi sínu, uns ný ákvćđi eru sett.

1)Rg. A 98/1993, sbr. A 101/1993, A 116/1994, A 118/1994, A 81/1995, A 113/1995, A 122/1995, A 3/1996, A 12/1996, A 32/1996 og 118/1996.