Í viðskiptamannabókhaldi skal á hverjum tíma vera unnt að kalla fram stöðu viðskiptamannareikninga hvers um sig og í heild. Samtöluna skal vera unnt að rekja til tiltekinna reikninga í fjárhagsbókhaldi, sbr. 1. tölul.
Ef hann varðveitir ekki fylgiskjöl eða önnur bókhaldsgögn eða gerir það á svo ófullnægjandi hátt að ógerningur sé að rekja bókhaldsfærslur til viðskipta og byggja bókhaldsbækur og ársreikning á þeim.
Ef hann rangfærir bókhald eða bókhaldsgögn, býr til gögn sem ekki eiga sér stoð í viðskiptum við aðra aðila, vantelur tekjur kerfisbundið eða hagar bókhaldi með öðrum hætti þannig að gefi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna, enda varði brotið ekki við 158. gr. almennra hegningarlaga.
Ef hann eyðileggur bókhald sitt eða lögaðila, í heild eða einstakar bókhaldsbækur, skýtur þeim undan eða torveldar aðgang að þeim með öðrum hætti. Sama á við um hvers konar bókhaldsgögn sem færslur í bókhaldi verða raktar til.
Ef hann lætur undir höfuð leggjast að semja ársreikning í samræmi við niðurstöður bókhalds, eða ársreikningur hefur ekki að geyma nauðsynlega reikninga og skýringar eða er rangfærður að öllu leyti eða hluta, enda varði brotið ekki við 158. gr. almennra hegningarlaga.
Ef hann vanrækir að færa einstakar bókhaldsbækur eða hagar bókhaldi sínu, bókhaldsfærslum, meðferð bókhaldsgagna eða gerð ársreikninga andstætt ákvæðum laga og reglugerða, enda liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt þeim lögum eða öðrum.
Ef hann hagar ekki bókhaldi sínu á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt, á grundvelli fullnægjandi gagna og í samræmi við góða bókhaldsvenju eða tekjuskráning er ekki byggð á skýru og öruggu kerfi þannig að rekja megi tekjur og önnur viðskipti og notkun fjármuna.
Ef hann vanrækir að tryggja vörslur bókhalds, bókhaldsgagna eða ársreiknings eða hefur skipulag og uppbyggingu bókhaldsins og fylgiskjala þess ekki með öruggum hætti.
Ef hann hagar ekki gerð ársreiknings eða einstakra þátta hans þannig að hann gefi skýra mynd af rekstrarafkomu á reikningsárinu og efnahag í lok þess í samræmi við góða reikningsskilavenju.
Ef hann vanrækir að framkvæma vörutalningu, ekki koma fram í birgðaskrá tilskildar upplýsingar um magn, einingaverð og útreiknað verðmæti hverrar vörutegundar eða mat vörubirgða er verulega rangt.