Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
1)Augl. C 6/1982
, sbr. 5/1983.1)Rg. 180/1952
, sbr. 174/1954 og 15/1959.1)Nú l. 59/1992.
Hver sá, sem leitar eftir vinnu, getur snúið sér til vinnumiðlunar í því sveitarfélagi þar sem hann á lögheimili, sbr. þó 6. gr., óskað eftir upplýsingum um laus störf og jafnframt óskað eftir aðstoð vinnumiðlunar við að finna starf við sitt hæfi. Nú getur vinnumiðlun ekki vísað atvinnuleitanda á vinnu innan sveitarfélags og skal þá skrá hann sem atvinnuumsækjanda eða eftir atvikum atvinnulausan nema unnt sé að vísa á vinnu utan umdæmisins sem atvinnuleitandi vilji taka.
Atvinnuleitandi getur krafist vottorðs vinnumiðlunar um atvinnu sína eða atvinnuleysi það tímabil sem hann hefur verið skráður hjá henni. Vinnumiðlun getur krafist þess að sá, sem óskar eftir slíku vottorði, mæti til skráningar eða hafi samband á annan hátt er vinnumiðlun ákveður og geri grein fyrir atvinnu sinni eða atvinnuleysi.
Vinnumiðlun skal láta atvinnuleitendum í té þær upplýsingar sem hún hefur á hverjum tíma um atvinnumöguleika í öðrum sveitarfélögum, ásamt upplýsingum um þá möguleika sem kunna að vera fyrir hendi um aðstoð við flutninga milli byggðarlaga, kjör og annað sem máli skiptir.
Sá, sem misst hefur vinnu í sveitarfélagi en á þar ekki lögheimili, skal eiga rétt á sömu þjónustu og heimamenn af hálfu vinnumiðlunar. Sama gildir um erlenda ríkisborgara sem starfa samkvæmt atvinnuleyfum, svo og norræna ríkisborgara sem njóta réttar samkvæmt samningi frá 6. mars 1982, um sameiginlegan norrænan vinnumarkað, [og þá sem falla undir samninginn um Evrópskt efnahagssvæði].1)
Sérhver atvinnurekandi getur snúið sér til vinnumiðlunar í því sveitarfélagi þar sem atvinnurekstur hans fer fram og óskað upplýsinga um framboð á vinnuafli. Jafnframt getur atvinnurekandi óskað meðalgöngu vinnumiðlunar við útvegun starfsmanna. Geti vinnumiðlunin ekki vísað á umbeðið vinnuafl færir hún beiðnina á skrá yfir laus störf þar til ráðning hefur átt sér stað.
Vinnumiðlun skal láta atvinnurekanda í té þær upplýsingar, sem hún kann að hafa á hverjum tíma, um framboð vinnuafls í öðrum sveitarfélögum, svo og hafa milligöngu við aðrar vinnumiðlanir ef atvinnurekandi óskar þess.
Unglingar, fatlaðir og aldraðir geta leitað til vinnumiðlunar og óskað aðstoðar hennar við leit að vinnu við þeirra hæfi. Við atvinnuleit skal vinnumiðlun hafa samvinnu við samtök og stofnanir, sem einkum fjalla um málefni hlutaðeigandi hópa, sérstaklega í sambandi við mat á starfsgetu og þörf á endurhæfingu eða starfsþjálfun.
Vinnumiðlun skal eftir föngum leiðbeina unglingum varðandi starfsval, m.a. með því að afla og dreifa upplýsingum um helstu atvinnutækifæri og þær kröfur sem atvinnulífið gerir um menntun og starfsreynslu.
1)Nú l. 93/1993.2)Nú l. 94/1986.3)Rg. 129/1986
, sbr. 385/1986, 31/1987 og 299/1994.1)Nú l. 59/1992.
1)Rg. 129/1986
, sbr. 385/1986 og 31/1987.