Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Af skemmtunum, er til þessa flokks teljast, greiðist 10% skattur af brúttóverði seldra aðgöngumiða. Af hlutaveltum greiðist sami skattur, einnig af brúttóverði seldra hlutaveltumiða.
Af skemmtunum, sem til þessa flokks teljast, greiðist 15% skattur af brúttóverði seldra aðgöngumiða.
Af skemmtunum þeim, er til þessa flokks teljast, greiðist 20% skemmtanaskattur af brúttóverði seldra aðgöngumiða.
Skattinn greiðir eigandi knattborðs, enda er knattborðið að veði fyrir skattinum, og gengur það veð fyrir öðrum veðum í eitt ár frá gjalddaga skattsins.
Nú eru fleiri en eitt knattborð í sama húsnæði, og er þá nægilegt, að eitt sé notað, til að öll séu skattskyld.
1)L. 92/1991, 55. gr.2)Rg. 127/1937