Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra
1931 nr. 36 8. september
1. gr. Sóknarprestar fá greiddan ferða- og skrifstofukostnað embættis síns, með 500 eða 700 kr. hver, og fer upphæðin eftir stærð prestakalla, erfiðleikum og kostnaði við þjónustu þeirra.
Ráðherra ákveður, að fengnum tillögum biskups, fyrirfram til 5 ára í senn, embættiskostnað hvers prestakalls. Upphæðin greiðist síðan prestinum mánaðarlega á sama hátt og embættislaun.
2. gr. Ráðuneytið leggur sóknarprestinum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðublöð undir lögboðnar skýrslur og embættisvottorð.
3. gr. Fyrir aukaverk ber prestum þóknun eftir gjaldskrá,1) er ráðuneytið setur til 10 ára í senn.
1)Gjaldskrá 149/1986
.