Krafa um lífeyri og aðrar slíkar kröfur, sem eru fólgnar í rétti til þess með vissu millibili að krefjast fjárframlags, er ekki getur talist afborgun af skuld.
Kröfur út af sölu eða afhendingu á vörum eða lausafé, sem ekki er afhent sem fylgifé með fasteign, þó svo, að haldi skuldunautur áfram föstum viðskiptum við kaupmann, verksmið eða þvílíkan atvinnureka, og fái árlega viðskiptareikning, fyrnist ekki skuld, er hann kann í að vera við nýár hvert, hvort sem hún stafar frá viðskiptum síðasta árs eða ekki, meðan viðskiptum er haldið áfram óslitið, leigu á fasteign eða lausafé, veru, viðgerning eða aðhlynningu, flutning á mönnum eða munum, vinnu, og hvers konar starfa, sem í té er látinn; þó fyrnist ekki krafa hjús um kaupgjald, meðan það er samfellt áfram í sömu vist.
Kröfur um gjaldkræfa vexti, húsaleigu, landskuld, leigur, gjaldkræf laun eða eftirlaun, lífeyri, forlagseyri, meðgjöf eða aðra greiðslu, er greiðast á með vissu millibili og ekki er afborgun af skuld.
Kröfur samkvæmt ábyrgðarskuldbindingum, að undanskilinni ábyrgð á fjárskilum opinberra gjaldheimtumanna eða gjaldkera við opinberar stofnanir eða stofnanir einstakra manna. Enn fremur endurgjaldskrafa sú, er ábyrgðarmaður eða samskuldari hefir á hendur aðalskuldunaut, meðábyrgðarmanni eða samskuldara, út af greiðslu skuldar; endurgjaldskrafan er þó jafnan dómtæk eins lengi og innleysta krafan mundi verið hafa.
Krafa um endurgjald á því, er maður hefir greitt í rangri ímyndun um skuldbinding, eða í von um endurgjald er brugðist hefir, þó svo að móttakandi hafi ekki gert sig sekan í sviksamlegu atferli.
Kröfur samkvæmt skuldabréfi, dómi eða opinberri sátt, er ekki falla undir ákvæði 2. gr. Að því er snertir kröfur þær, er um ræðir í 2.–4. tölul. 3. gr., gildir 10 ára fyrning þó því aðeins, að skuldabréf sé út gefið, dómur genginn eða sátt gerð, eftir að krafan féll í gjalddaga, eða var orðin sjálfstæð skuldakrafa á annan veg, eða rentumiði hafi verið útgefinn fyrir vöxtum eða annarri sams konar kröfu.
sem opinberar stofnanir, hlutafélög eða aðrir ópersónulegir kröfueigendur eiga á hendur forstjóra, fyrnast ekki fyrr en fjögur ár eru liðin frá því, að hjónabandinu var slitið, fjárhaldið hætti, eða forstjórinn vék úr stöðu sinni.