Heimilt skal Sambandi ísl. berklasjúklinga að reka vöruhappdrætti með eftirfarandi skilyrðum:
- a.
- [Hlutatalan má ekki fara fram úr 75.000. Draga skal í 12 flokkum á ári hverju og skal dráttur fara fram fyrir einn flokk í mánuði hverjum, í fyrsta sinn í janúarmánuði.]1)
- b.
- Hlutina má selja í heilu og hálfu lagi. Iðgjöld fyrir hvern hlut ákveður [dómsmálaráðherra]2) að fengnum tillögum frá stjórn Sambands ísl. berklasjúklinga.
- c.
- Vinningar skulu vera að verðmæti samtals að minnsta kosti 50% af iðgjöldunum samantöldum í öllum tólf flokkum.
- d.
- [Dráttur skal fara fram í Reykjavík undir eftirliti nefndar, sem dómsmálaráðherra skipar til þess. Nefndin leggur fullnaðarúrskurð á allan ágreining um lögmæti eða gildi dráttar, bæði meðan dráttur fer fram og eftir að honum er lokið. Kostnað af þessu ber happdrættið.]2)
1)L. 115/1984, 1. gr.2)L. 52/1976, 1. gr.