Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Ábyrgðarmaður: Eigandi, umráðamaður eða annar sá sem tilnefndur hefur verið til að annast uppsetningu eða rekstur raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og ber ábyrgð á lögmætu ástandi þeirra.
Einkarafstöð: Rafstöð í einkaeign sem er staðbundin og framleiðir rafmagn fyrir neysluveitu og fær ekki rafmagn frá rafveitu.
Innri öryggisstjórnun: Skilgreint eftirlitskerfi til að tryggja að kröfum um gæði vinnu og öryggi búnaðar, sem gerðar eru í samræmi við lög og reglugerðir, sé fullnægt.
Innri öryggisstjórnunarkerfi: Kerfisbundnar ráðstafanir sem tryggja að starfsemi sé samkvæmt öryggiskröfum laga og reglugerða og sönnur eru færðar á með skráningu.
Löggiltur rafverktaki: Sá sem hlotið hefur löggildingu Löggildingarstofu til rafvirkjunarstarfa.
Neysluveita: Raflögn og raflagnabúnaður innan við stofnkassa (eða búnað sem gegnir hlutverki stofnkassa).
Raffang: Hvers konar hlutur sem kemur að gagni við nýtingu rafmagns.
Raforkuvirki: Mannvirki til vinnslu og dreifingar rafmagns.
Rafskoðunarstofa: Faggiltur óháður aðili sem hefur starfsleyfi frá Löggildingarstofu til að annast skoðanir á raftæknisviði.
Rafveita: Fyrirtæki sem framleiðir, flytur, dreifir og/eða selur rafmagn.
Skoðun: Faglegt mat á hönnun raforkuvirkja, frágangi þeirra og samsetningu eða þjónustu við þau til að ákvarða samræmi þeirra við kröfur gildandi laga, reglugerða og annarra lögmætra fyrirmæla.
Virki: Samheiti fyrir raforkuvirki og neysluveitur.
Yfireftirlit: Eftirlit með að ákvæðum þessara laga sé fylgt í framkvæmd með fullnægjandi hætti í samræmi við lögin og reglugerðir sem settar eru á grundvelli þeirra.
Undir gjaldtöku samkvæmt tölulið þessum má fella kostnað við yfireftirlit og skoðanir á einkarafstöðvum.
Undanþegin ákvæðum þessa töluliðar er raforkusala til Íslenska álfélagsins hf. og Íslenska járnblendifélagsins hf., svo og til annarra iðjuvera sem undanþegin kunna að verða með lögum.
Undanþegin þessari gjaldtöku eru rafföng sem seld eru úr landi.