Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um skattfrelsi jarðstöðvar til fjarskiptasambands við umheiminn
1977 nr. 20 10. maí
1. gr. Innflutningur af hálfu eignaraðila á byggingarefni, vélum og búnaði og öðrum fjárfestingarvörum og varahlutum til byggingar og reksturs jarðstöðvar og tengdra mannvirkja til fjarskiptasambands við umheiminn skal undanþeginn aðflutningsgjöldum og söluskatti við innflutning. Fjármálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.
2. gr. Jarðstöðin og eignaraðilar hennar skulu undanþegnir tekjuskatti, eignarskatti, aðstöðugjaldi og fasteignaskatti varðandi rekstur stöðvarinnar.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og halda gildi sínu uns Póstur og sími hefur öðlast fulla eignaraðild að jarðstöðinni.