Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Undanþegin gjaldinu eru börn innan 16 ára aldurs og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuárs. Einnig eru þeir undanþegnir gjaldinu sem hafa tekjuskattsstofn sem nemur 530.196 kr. eða lægri á tekjuárinu 1988. Tekjuviðmiðun þessi skal breytast árlega í samræmi við þær breytingar sem verða á persónuafslætti skv. 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og innheimtuhlutfalli viðkomandi staðgreiðsluárs samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 9. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum. Skattstjóri skal fella gjald þetta niður af þeim elli- og örorkulífeyrisþegum, undir 70 ára aldri, sem dveljast á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Við álagningu og innheimtu gjalds þessa skulu gilda sömu reglur og um álagningu og innheimtu tekjuskatts og eignarskatts samkvæmt lögum nr. 75/1981, með síðari breytingum, eftir því sem við á. Í stað tíu gjalddaga skal þó gjalddagi vera einn, 1. ágúst ár hvert. Dragist framlagning álagningarskrár fram yfir 1. ágúst færist gjalddagi til 1. dags næsta mánaðar eftir framlagningu álagningarskrár.
1)L. 140/1996, 14. gr.2)L. 144/1995, 44. gr.
1)L. 109/1992, 1. gr.2)L. 144/1995, 45. gr.3)L. 12/1991, 1. gr.
1)Rg. 299/1990
, sbr. 201/1991.1)L. 12/1991, 2. gr.2)Rg. 660/1995
.1)Nú l. 97/1990.
1)Rg. 47/1990
, sbr. 291/1990, 322/1991 og 236/1993.1)Nú l. 117/1993. Sjá einnig rg. 151/1984.
1)Rg. 45/1990
(dagvist aldraðra). Rg. 660/1995 (vistunarmat aldraðra). Rg. 47/1990 (um stofnanaþjónustu fyrir aldraða), sbr. 291/1990, 322/1991 og 236/1993. Rg. 422/1992 (greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu). Rg. 546/1995 (mat á heilsufari og aðbúnaði íbúa á öldrunarstofnunum).