Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfćrt til febrúar 1997.
Lög um Samskiptamiđstöđ heyrnarlausra og heyrnarskertra
1990 nr. 129 31. desember
I. kafli.Markmiđ og gildissviđ.
1. gr. Markmiđ laga ţessara er ađ stuđla ađ jafnrétti heyrnarlausra til ţjónustu sem víđast í ţjóđfélaginu á grundvelli táknmáls heyrnarlausra.
2. gr. Hlutverk Samskiptamiđstöđvar heyrnarlausra og heyrnarskertra er ađ annast:
- a.
- rannsóknir á íslensku táknmáli,
- b.
- kennslu táknmáls,
- c.
- táknmálstúlkun,
- d.
- ađra ţjónustu.
Um skipan ţjónustunnar skal kveđiđ á í reglugerđ.
Stofnunin skal hafa samstarf viđ svćđisstjórnir um málefni fatlađra, Greiningar- og ráđgjafarstöđ ríkisins, Heyrnleysingjaskólann, Heyrnar- og talmeinastöđ Íslands, Námsgagnastofnun og ađra opinbera ađila varđandi málefni er snerta starfsemi ţeirra. Sama gildir um samstarf viđ félög áhugamanna.
II. kafli.Stjórnun.
3. gr. Menntamálaráđherra skipar stofnuninni fimm manna stjórn til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara:
- a.
- einn fulltrúa tilnefndan af Félagi heyrnarlausra,
- b.
- einn fulltrúa tilnefndan af Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra,
- c.
- einn fulltrúa tilnefndan af félagsmálaráđherra,
- d.
- einn fulltrúa tilnefndan af heilbrigđisráđherra og
- e.
- skipar menntamálaráđherra einn fulltrúa án tilnefningar. Skal hann vera formađur. Varamenn skulu skipađir á sama hátt.
4. gr. Menntamálaráđherra skipar forstöđumann til fimm ára í senn ađ fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar. Hann á sćti á fundum stjórnarinnar međ málfrelsi og tillögurétti og sér um framkvćmd á ákvörđunum hennar. Forstöđumađur annast daglegan rekstur stofnunarinnar.
5. gr. Stjórn stofnunarinnar rćđur annađ starfsfólk ađ fengnum tillögum forstöđumanns í samrćmi viđ starfsmannaheimildir.
6. gr. Samskiptamiđstöđ gerir fjárhags- og framkvćmdaáćtlun til allt ađ fimm ára. Stjórn stofnunarinnar stađfestir áćtlanir og fylgist međ framkvćmd ţeirra. Menntamálaráđherra getur, ađ fengnum tillögum stjórnar stofnunarinnar, sett gjaldskrá fyrir ţá ţjónustu sem samskiptamiđstöđin veitir.
7. gr. Lög ţessi öđlast ţegar gildi. Lögin skal endurskođa innan fjögurra ára frá gildistöku ţeirra.