Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
1985 nr. 72 1. júlí
1. gr. Á árinu 1985 er stjórn Fiskveiðasjóðs Íslands heimilt að kaupa skuldabréf af viðskiptabönkum og sparisjóðum fyrir allt að 500 milljónir króna eða jafnvirði þeirrar upphæðar í erlendri mynt. Fjár til kaupanna skal sjóðurinn afla með yfirtöku lána úr Framkvæmdasjóði Íslands, sbr. lög nr. 43 30. maí 1984 og bráðabirgðalög nr. 102 30. júlí 1984.
Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 36/1978, um stimpilgjald, sbr. lög nr. 82/1980, er heimilt að fella niður stimpilgjald af skuldabréfalánum samkvæmt 1. mgr. í samræmi við reglur sjávarútvegsráðuneytisins.
2. gr. Við kaup á skuldabréfum samkvæmt 1. gr. er stjórn Fiskveiðasjóðs óbundin af ákvæðum 11. og 12. gr. laga nr. 44/1976, en skuldabréf þessi skulu vera tryggð með veði í fiskiskipum og/eða fasteignum og á þann hátt sem stjórn sjóðsins metur fullnægjandi.
3. gr. Fiskveiðasjóði er heimilt að veita lán eða ábyrgðir vegna stofnframkvæmda við fiskeldisstöðvar með veði í fasteignum eða gegn ábyrgðum sem stjórn Fiskveiðasjóðs metur fullnægjandi og er hún í þeim efnum óbundin af ákvæðum 11. og 12. gr. l. nr. 44/1976.
4. gr. Sjávarútvegsráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga.
5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.