Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um heimild til að fresta greiðslum vegna verðtryggðra íbúðalána
1983 nr. 81 28. desember
1. gr. Ríkisstjórnin getur að fengnum tillögum húsnæðismálastjórnar og Seðlabanka Íslands ákveðið að fresta skuli greiðslu á allt að 25% af samanlagðri fjárhæð afborgana, verðtryggingaþátta og vaxta verðtryggðra lána Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna og verðtryggðra íbúðalána banka og annarra lánastofnana, er gjaldfalla á tilteknu tímabili hér eftir, ef lántaki óskar.
Þeim greiðslum, sem frestað er samkvæmt framansögðu, skal bætt við höfuðstól lánsins og lánstíminn lengdur þannig að greiðslubyrði lánsins á hverjum tíma aukist ekki af þeim sökum og lánið sé með óbreyttum kjörum að öðru leyti svo og með hliðstæðum áfangagreiðslum og ella hefði verið.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.