[Dómsmálaráðherra getur heimilað að við starfsemi skv. 1. og 2. mgr. séu notaðar sérstakar happdrættisvélar þannig að þátttaka, ákvörðun um vinning og greiðsla á honum fari fram vélrænt og samstundis og enn fremur að slíkar happdrættisvélar séu samtengdar, einstakar vélar og á milli sölustaða. Dómsmálaráðherra setur með reglugerð m.a. nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu, fjölda og tegundir happdrættisvéla, eftirlit með þeim, notkun mynta og seðla við greiðslu fyrir þátttöku, fjárhæð vinninga og aldur þeirra sem mega nota vélarnar. Lágmarksaldur þátttakenda skal þó vera 16 ár.]4)
1)L. 96/1974, 1. gr.2)L. 55/1976, 1. gr.3)L. 23/1986, 1. gr.4)L. 77/1994, 1. gr.