Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um refsing fyrir óheimila för inn á bannsvæði herstjórnar og óheimila dvöl þar
1943 nr. 60 29. apríl
1. gr. Óheimil för inn á bannsvæði herstjórnar eða óheimil dvöl þar varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi, nema þyngri refsing liggi við að lögum, enda hafi bannsvæði verið auglýst, og sé það afgirt eða för inn á það eða um það bönnuð með merkjum eða með öðrum glöggum hætti.
2. gr. Mál vegna brota á ákvæðum 1. gr. fara að hætti opinberra mála.