Samkvæmt fyrirmælum 4. gr. laga nr. 39 frá 16. apríl 1971 um utanríkisþjónustu Íslands eru hér með sett eftirfarandi ákvæði:
- 1.
- Íslensk sendiráð skulu vera í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, London, París, Moskvu, Bonn, Brussel, Washington og Peking. Fastanefndir skulu vera í Genf, New York og Brussel. Aðalræðisskrifstofa skal vera í New York.
- 2.
- Umdæmi sendiráða og fastanefnda skulu vera sem hér segir:
- a.
- Kaupmannahöfn. Auk Danmerkur skal umdæmi sendiráðsins vera Bosnía og Hersegóvína, Litáen og Tyrkland.
- b.
- Ósló. Auk Noregs skal umdæmi sendiráðsins vera Króatía, Kýpur, Makedónía, Pólland, Slóvakía og Tékkland.
- c.
- Stokkhólmur. Auk Svíþjóðar skal umdæmi sendiráðsins vera Albanía, Eistland, Finnland, Lettland og Slóvenía.
- d.
- London. Auk Stóra-Bretlands og Norður-Írlands skal umdæmi sendiráðsins vera Grikkland, Holland, Indland og lýðveldið Írland.
- e.
- París. Auk Frakklands skal umdæmi sendiráðsins vera Ítalía, Portúgal og Spánn. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera fastafulltrúi Íslands hjá Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnuninni (OECD), Evrópuráðinu og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
- f.
- Moskva. Auk Rússlands skal umdæmi sendiráðsins vera Búlgaría, Georgía, Moldóva, Mongólía, Rúmenía og Úkraína.
- g.
- Bonn. Auk Þýskalands skal umdæmi sendiráðsins vera Austurríki, Serbía-Svartfjallaland, Sviss og Ungverjaland.
- h.
- Brussel, sendiráð. Auk Belgíu skal umdæmi sendiráðsins vera Liechtenstein og Lúxemborg. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu.
- i.
- Brussel, fastanefnd. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi Íslands hjá Norður-Atlantshafsráðinu (NATO) og Vestur-Evrópusambandinu.
- j.
- Washington. Auk Bandaríkja Ameríku skal umdæmi sendiráðsins vera Argentína, Brasilía, Chile, Kanada, Kólumbía, Mexíkó, Perú, Úrúgvæ og Venesúela.
- k.
- Peking. Auk alþýðulýðveldisins Kína skal umdæmi sendiráðsins vera Indónesía, Japan, Norður-Kórea, Suður-Kórea, Taíland og Víetnam.
- l.
- Genf. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi Íslands hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum sem aðsetur hafa í Genf og Ísland er aðili að.
- m.
- New York. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi Íslands hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
- 3.
- Forsvar gagnvart Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) skal vera hjá utanríkisráðuneytinu í Reykjavík.
- 4.
- Ráðherra getur ákveðið að sendiherrar í utanríkisþjónustunni með búsetu í Reykjavík skuli vera sendiherrar gagnvart Páfagarði og fjarlægum löndum, eftir því sem nauðsyn kann að krefja.
Úrskurður þessi skal taka gildi við undirskrift ...