Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
Lög um ábyrgð á norrænum fjárfestingarlánum til verkefna utan Norðurlanda
1994 nr. 142 29. desember
1. gr. Ríkisstjórninni er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að ábyrgjast hluta Íslands, að fjárhæð allt að 16.139.000 ECU, gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum vegna fjárfestingarlána og fjárfestingarábyrgða til verkefna utan Norðurlanda.
2. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ganga frá samningi við Norræna fjárfestingarbankann um ábyrgð skv. 1. gr.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.