Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.


Lög um stjórn flugmála

1950 nr. 119 28. desember


1. gr.
     Flugráð, skipað fimm mönnum, hefur á hendi stjórn flugmála undir yfirstjórn ráðherra.1) Þrír þeirra skulu kosnir hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi til fjögurra ára. Ráðherra skipar í ráðið tvo menn með sérþekkingu á flugmálum, annan til 8 ára og hinn til 4 ára, og sé hinn fyrrtaldi formaður ráðsins. Með sama hætti skulu kosnir og skipaðir 5 varamenn í flugráð.
     Þóknun til flugráðsmanna skal ákveðin af ráðherra, og greiðist hún úr ríkissjóði.

1)Rg. 235/1976.


2. gr.
     Ráðherra skipar [flugmálastjóra],1) að fengnum tillögum flugráðs. Hann skal annast rekstur og viðhald flugvalla ríkisins og öll önnur störf, sem flugið varða, svo sem nýbyggingu flugvalla, loftferðaeftirlit og öryggisþjónustu, undir stjórn flugráðs.
     Í erindisbréfi [flugmálastjóra],1) er ráðherra setur, að fengnum tillögum flugráðs, skal nánar kveðið á um störf hans.
     Ráðherra ræður og skipar fasta starfsmenn [flugmálastjóra]1) til aðstoðar, eftir því sem þörf krefur, að fengnum tillögum flugráðs.
     Þar til laun [flugmálastjóra]1) og annarra fastra starfsmanna verða ákveðin í launalögum, skulu þau ákveðin af ráðherra og greiðast úr ríkissjóði.2)

1)L. 26/1954.2)Rg. 739/1983 (um einkennisbúning starfsmanna flugmálastj.).


3. gr.
     ...1)

1)L. 17/1982.


4. gr.
     Ráðherra setur reglur,1) eftir því sem þurfa þykir, um afnot og rekstur þeirra flugvalla og lendingarstaða, sem um getur í lögum nr. 24 12. febrúar 1945,2) þar á meðal um hvers konar umferð um flugvelli og flugvallasvæði, svo og um alla framkvæmd laga þessara. Brot gegn slíkum reglum varða sektum, ...3) varðhaldi eða fangelsi. ...

1)Rg. 94/1957.2)l. 34/1964.3)L. 116/1990, 26. gr.