Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.


Lög um Framkvæmdasjóð Íslands

1985 nr. 70 1. júlí


1. gr.
     [Framkvæmdasjóður Íslands (á ensku The Development Fund of Iceland) er eign ríkissjóðs og undir stjórn Lánasýslu ríkisins. Um starfsemi hans fer eftir lögum nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.]1)
     Ríkissjóður ábyrgist allar skuldbindingar Framkvæmdasjóðs.

1)L. 3/1992, 1. gr.


2. gr.
     [Lánasýslu ríkisins er heimilt að endurfjármagna skuldir Framkvæmdasjóðs í nafni ríkissjóðs.]1)

1)L. 3/1992, 2. gr.


[3. gr.]1)
     ...2)

1)L. 3/1992, 3. gr.2)L. 90/1991, 90. gr.


[4. gr.]1)
     Framkvæmdasjóður er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum til ríkissjóðs eða sveitarsjóðs eða annarra stofnana.

1)L. 3/1992, 3. gr.


[5. gr.]1)
     Lög þessi öðlast gildi 1. október 1985.
     ...

1)L. 3/1992, 3. gr.