Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfćrt til febrúar 1997.


Lög um lántökur ríkissjóđs og ríkisfyrirtćkja

1974 nr. 103 31. desember


1. gr.
     Ríkissjóđi og stofnunum, er greinir í A-hluta ríkisreiknings, sbr. 6. gr. laga nr. 52/1966, er óheimilt ađ taka lán eđa stofna til skulda erlendis nema til ţess séu heimildir í sérstökum lögum. Enn fremur er ríkissjóđi og framangreindum stofnunum óheimilt ađ taka innlend lán eđa stofna til skulda innanlands nema til ţess séu heimildir í sérstökum lögum eđa fjárlögum. Heimilt er ţó ađ stofna til skulda í tengslum viđ kaup á fasteignum, enda séu fasteignakaupin samţykkt af fjármálaráđuneytinu.

2. gr.
     ...1)

1)L. 43/1990, 12. gr.


3. gr.
     Ríkisfyrirtćkjum og sjóđum í ríkiseign, sem getur í B-hluta ríkisreiknings, er óheimilt ađ stofna til skulda, taka lán eđa taka ábyrgđ á skuld eđa láni nema til ţess sé heimild í sérstökum lögum eđa fjárlögum eđa fyrir liggi sérstakt samţykki viđkomandi ráđuneytis og fjármálaráđuneytis. Slíkar heimildir ţarf til samninga um yfirdrátt á viđskiptareikningi í bönkum, sölu á víxlum samţykktum af fyrirtćkinu eđa sjóđnum, svo og til sölu eđa veđsetningar á verđbréfum útgefnum af fyrirtćkinu eđa sjóđnum.

4. gr.
     Ađilar, sem um rćđir í 3. gr. og hafa lántökuheimildir samkvćmt sérstökum lögum, skulu eigi síđar en 1. nóvember ár hvert gera viđkomandi ráđuneyti og fjármálaráđuneytinu grein fyrir áformuđum lántökum á nćsta fjárlagaári. Ráđuneyti ţađ, er međ mál fyrirtćkisins eđa sjóđs fer, og fjármálaráđuneytiđ geta breytt slíkri lántökuáćtlun. Ađ athugun lokinni skulu nefnd ráđuneyti stađfesta áćtlunina, og er fyrirtćki eđa sjóđi óheimilt ađ taka lán umfram ţađ, er hin stađfesta áćtlun gerir ráđ fyrir, nema til komi sérstakt samţykki ţeirra ađila, er stađfestu áćtlunina.

5. gr.
     Ađilum ţeim, er um rćđir í 1. og 3. gr., er heimilt ađ eiga viđskipti innanlands án stađgreiđslu til viđsemjanda, enda sé jafnan um ţađ samiđ, hvenćr greiđa skuli fyrir ţau viđskipti. Fjármálaráđherra setur nánari reglur um slík viđskipti.

6. gr.
     Brjóti starfsmađur ríkisins gegn lögum ţessum fer um mál hans skv. III. kafla laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.