Að ákveða starfsáætlun fyrir stofnunina til eins árs í senn, þar á meðal hverjar byggðaáætlanir skuli gerðar á vegum hennar. Starfsáætlun skal endurskoða á árinu eftir því sem þurfa þykir.
Að ráða stofnuninni starfsfólk innan ramma fjárhagsáætlunar. Stjórn stofnunarinnar skal staðfesta ráðningu helstu starfsmanna samkvæmt nánari ákvörðun stjórnarinnar.