Að gengið sé frá samningnum á grundvelli sölubæklings seljanda sem neytandinn hefur fengið tækifæri til að skoða án þess að umboðsmaður seljanda sé viðstaddur.
Að í sölubæklingi og samningi komi skýrt og greinilega fram réttur neytanda til að skila vörunum aftur til þess sem lét hana í té innan tíu daga hið minnsta frá móttöku vörunnar eða að öðrum kosti falla frá samningnum án annarrar skuldbindingar en þeirrar að veita vörunni eðlilega umsjá.