Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 121a. Uppfært til febrúar 1997.
1984 nr. 10 27. mars
1. gr. Við Fiskveiðasjóð Íslands skal starfa sérstök deild er hefur það hlutverk að veita lán til hagræðingar í fiskiðnaði og til að leysa sérstök staðbundin vandamál fyrirtækja í sjávarútvegi. Skal fjárhagur þessarar deildar sérstaklega aðgreindur frá fjárhag annarra hluta sjóðsins. Lán úr þessari deild skulu veitt samkvæmt reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur að höfðu samráði við stjórn Fiskveiðasjóðs. Skulu lánin veitt með þeim tryggingum, veði eða ábyrgðum sem stjórn Fiskveiðasjóðs metur fullnægjandi og er hún í þeim efnum óbundin af ákvæðum 11. og 12. gr. laga nr. 44/1976.
2. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að veita sjálfskuldarábyrgð á láni allt að 120 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt er sú deild Fiskveiðasjóðs, sem um er rætt í 1. gr., tekur.
Í stað þess að veita ríkisábyrgð skv. 1. mgr. er ríkisstjórninni heimilt að taka þargreinda fjárhæð að láni og endurlána hana Fiskveiðasjóði.
Við veitingu ríkisábyrgðar samkvæmt þessari grein er fjármálaráðherra óbundinn af þeim ákvæðum um tryggingar er almennt gilda við veitingu ríkisábyrgðar.
3. gr. Sjávarútvegsráðherra setur nánari reglur1) um framkvæmd 1. og 2. gr. laga þessara, þ. á m. um lánsskilyrði, lánshæfni, lánakjör og tryggingu lána.
1)Rg. 194/1983
, sbr. 186/1988.
4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.